- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
296

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

Sauðfécaður

að telja fram. en það mun mjög oft verða í uudandrætti.
Nú á vinnufólk, lausamenn og börn um alt land nokkrar
kindur og getur það munað miklu. ef margt af því fólki
trassar að telja fram fénað sinn. Einnig mun oft vanhirt
að telja fram kindur, sem eru i fóðrum, en fólk úr
sævar-plássum á oft fénað á fóðrum í næstu sveitum. Samkvæmt
lögum 8. nóv. 1895 (um hagfræðisskýrslur) eru bændur þó
skyldir að telja allan þennan fénað fram og eiga að
sekt-ast að öðrum kosti. en fáir munu skeyta þeim lögum eða
þekkja þau. Pá munu menn einnig sumstaðar vanrækja að
telja fram ásauðarkúgildi, er fjdgja jörðum. Við þetta
bæt-ast svo tiundarsvik sumra, sem viða fyrir löngu eru komin
upp í vana og álitin fyrirgefanleg. Afleiðingin af
undan-drættinum og hirðuleysinu verða svo rangar skýrslur.1)

Nú eru eigi aðrar skýrslur til yfir sauðfónaðinn en þær
sem birtar hafa verið í landshagsskýrslum, og þó þær séu
meira og minna bjagaðar, verður að tjalda þvi sem til er.
Skýrslurnar má nota til samanburðar á árum. þvi engin
ástæða er til að halda, að framtalið sé mjög mismunandi
frá ári til árs, þó það kunni að vera nokkuð betra frá seinni
árum en áður. Sauðfjárskýrslurnar frá 19. öld hafa auk
þess hina sömu galla og nautgripaskýrslurnar, þær eru með
gloppum og ýmsu sniði og gera þvi örðugan samanburðinn.
Árin 1800 og 1801 er fóð talið í 4 dálkum: mylkar ær,
vet-urgamlar gimbrar, veturgamalt geldfé, geldfé eldra en
vet-urgamalt. Frá 1802 til 1852 er féð talið i þessum 4
deild-um: mylkar ær. veturgamalt fó, geldsauðir eldri en
vetur-gamlir (þar undir liklega geldar ær og hrútar) og haustlömb.
Frá 1853 — 1914 eru flokkaruir þessir: ær með lömbum,
geld-ar ær, sauðir og hrútar eldri en veturgamlir og gemlingar,
en lömbum er slept. í>ó hefir þeim oft verið bætt við í
yfirlitsskýrslum, þannig að talið hefir verið eitt lamb fyrir
hverja á, en það er eðlilega mjög ónákvæmt, allmargar ær
eru tvilembdar og svo týna lömbin mjög tölunni á vorin,
svo eigi er hægt að bera þær tölur saman við haustlamba-

’) Sbr. Freyr III, bls. 17-21, 83-85, 105—107.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0314.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free