- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
314

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

314 Sauðfjárrækt

Norður-Pingeyjarsýslu og kveðst hafa fundið þar ýms
ein-kenni cheviotfjár.1)

Kynbætur með útlendu fé hófust á Islandi um miðja
18. öld.8) í*á var mikið skrafað um verklegar framfarir og
stungið upp á ýmsu, komst sumt til framkvæmda, en flest
féll niður i hinum miklu harðindum á seinni hluta
aldar-innar. Um miðja 18. öld var islenzk ull i mjög lágu verði,
pundið vanalega 3—4 skildingar, en samtimis var finasta
ull erlendis seld á 48 skildinga punclið, íslenzk ull þótti gróf
og togmikil. Kom stjórninni þá i hug að ’bæta hið islenzka
fjárkyn og sænskur fjárræktarmaður, F. W. Hastfer barún,
var eins og fyrr var getið sendur til Islands 1756 og
stofn-aði fjárræktarbúið á Elliðavatni. Hefði þessi tilraun eflaust
getað haft nokkurn árangur, hefði ekki svo óheppilega
vilj-að til, sem fyrr var getið, að kláðinn einmitt þá gekk yfir
landið og hindraði um langt timabil alla framfaraviðleitni
i sauðfjárrækt. Um sama leyti fekk Bogi Benediktsson eldri
á Staðarfelli spænskt sauðfé, en það var alt skorið niður í
fjárkláðanum og hefir þvi varla haft mikil áhrif á
fjár-kynið.8)

’) Búnaðarrit XXII, bla. 313-314 J. H. f. Kynbætur sauðfjár,
bls. 5.

*) Sbr. P. Stefánsson: Kynbótatilraunir með útlendu sauðfé (Freyr
VII, 1910, bls. 97-99, 109—111). 1 grein þessari er ýms fróðleikur, en
þvi miður líka margt ónákvæmt og skakt, svo hana verður að nota
með varúð. Alt er þar segir um uppruna Kleifafjár er öfugt, ártöl í
greininni eru flest skökk o. s. frv. Hið litla er Jón H. forbergsson
segir um kynbótatilraunir til forna (Kynbætur sauðfjár bls. 4 — 5) er
líka bjagað. Orsökin til þessa er auðsjáanlega sú, að höfundarnir hafa
farið eftir munnmælum, sem oftast eru ótrygg, en hafa ekki þekt
heimildarritin.

l) Pað sem segir i Fjármanni 1913, bls. 26 neðanmáls, um kyn
bótafé Boga og Hastfers er skakt, Boga fó var spænskt, en hinir fyrstu
hrútar Hastfers voru enskir; hinir spönsku hrútar hans, er komu 1760
sjúkir, voru skornir. Hugleiðingar Páls Stefánssonar og Hallgríms og
Jóns Porbergssona um áhrif cheviotfjárkyns á kollótt fó vestra og
eystra geta varla verið á rökum bj’gðar. Um kynbótafé Boga
Bene-diktssonar, sjá Feðgaæfi 1823, bls. 48. Jón H. forbergsson
(Kynbæt-ur sauðfjár, bls. 4—5), blandar saman Boga eldra og Boga yngra á
Staðarfelli. .

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0332.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free