- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
315

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sauðfjárkyn

315

r

A fyrsta fjórðungi 19. alclar gerði Magnús Stephensen
konferensráð allmiklar tilraunir til kynbóta á sauðfó og þær
tókust vel, en hafa liklega ekki verið hirtar af öðrum eða
haldið áfí’am. svo þær hafa kulnað út. Arið 1502 voru
nokkrar islenzkar sauðkindur (8 ær og 7 hrútar) sendar til
Danmerkur og þeim blandað við spænskt kyn og tókst sú
tilraun vel.1) Hefir þetta liklega meðal annars hvatt
Magn-ús Stephensen til kynbótatilrauna þeirra, sem hann síðar
framkvæmdi. Árið 1808 fekk Magnús konuugsleyfi til að
senda 4 enskar sauðkindur frá fjárbúi á eyju í
Prándheims-firði til Tslands,2) en liklega hefir vegna ófriðarins ekkert
orðið úr flutning þessa fjár. Sama ár fekk hann hrút og
á af merinókyni af konungsbúi á Sjálandi og ætlaði að
flytja til Islands. en á leiðinni var skipið hertekið af
Eng-lendingum, var slept eftir 3 vikna hald og hröklaðist lekt
inn til Noregs og varð þar að selja kindurnar. Næsta vor
(1809) keypti Magnús Stephensen ungan spænskan hrút í
Björgvin og enska á og komst með hvorutveggja til
Is-lands í aprilmán. sama ár. Undir þenna spænska hrút lót
hann leiða 50 islenzkar veturgamlar gimbrar, sem finasta
ull höfðu og hélt svo þessum kynbótum áfram, uns hann í
4. lið var búinn að fá fjárkyn með jafnfinni ull eins og
undan hinu útlenda afkvæmi hrútsins. Spænski hrúturinn
var skorinn 4 ára, en hrútar undan honum hóldu áfram
um-bótunum. Reyfi hrútsins var óþvegið árlega 11 —12
merk-ur, en hjá afkvæmi hans veturgömlu rúmar 8, af
tvævetr-um. 10 merkur. Arið 1816 fekk Magnús Stephensen sér
aft-ur veturgamlan merinóhrút og ær af sama kyni og hélt
kyn-bótatilraunumþessum lengi áfram. Sauðfé af þessu kyni, hrúta
og ær gaf hann ýmsum á Yesturlandi, Norðurlandi og í
Borgarfirði. Hepnaðist fjárbót þessi vel hjá Magnúsi
sjálf-um, en víst miður hjá öðrum. íslenzk ull var þá alment
seld á 24 sk. pundið, en fyrir þessa islenzk-spönsku ull

’) Magnús Stephensen : Island i det 18. Aarh. Kmh. 1808. bls. 71.
Lovsamling for Island VI. bls. 591.

*) Lovsamling for Island VII. bls. 206.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0333.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free