- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
374

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

374

Sauðfjáx-rækt

sumrinu«.1) Á 19. öld voru til ýmsir ágætir fjármenn,
eink-um í Pingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu, sérstaklega á
Jökuldal meðan fjárræktin þar var í blóma. >Yoru þeir
ástundunarsamir og óskiftir við fjárgeymsluna, gengu á
beit-arhús, — svo er enu á Dal og viða á Hóraði —, stóðu lijá
og beittu mikið; keptust hver við annan að eyða sem
minst-um heyjum, en láta fóð líta sem bezt út og gefa sem bezta
raun«. »Nú kvarta menn yfir þvi i þessum héruðum, að
erfitt só að fá fjármenn, einkum góða fjármenn; færri og
færri ár frá ári leggja það starf fyrir sig, og margir sem
við það hanga, eru alvörulitlir og skiftir við það starf. Nú
framfleytir líka Jökuldalur helmingi færra fó en fyrir 50—
00 árum siðan«.2) Jón H. Porbergsson segir að það altaf
leggist meira og meira niður að standa yfir fé á beit, og
þó segja skynsamir bændur, að með hjástöðu megi komast
af með alt að fjórðungi minna hey.3)

Sumstaðar er sauðfó, sem á að vera í húsi, ekki hýst
fram eftir vetrinum og kalla menn það íitilegur. Er það
talið mæla með útilegum, að fó heldur betur holdum og
kvið, verður þolnara og hraustara en ella, og á þann hátt
geta menn betur notað beitarlöndin. »Pað er eins og byljir
og illviðri, sem sauðfó verður fyrir i útilegum framan af
vetri, hafi litil áhrif á það, þegar það er hraust og
óveikl-að. ?að er þá sljótt og dofið fyrir öllu, og litur út fyrir
að það só i hálfgerðum dvala, eða i það leggist skammdegi
sem svo er kallað. Pað notar hverja stund, sem því er
hlýtt, til að óta, og næðið og kviðfyllin er þvi fyrir öllu.
Seinni partinn þarf það betra fóður og nákvæmari hirðingu
og engu siður þó það sé í góðum holdum«. »A vorin eða
seinni hluta vetrar er féð næmt fyrir öllum
veðrabreyting-um og þvi meiri álirif hafa illviðrin á það, sem það hefir
haft meiri og lakari húsavist«. ^Pótt fénu sé veitt gott
fóður yfir veturinn, þá kemur það þvi ekki að neinu gagni,

Einar Asmundsson: Um framfarir Islands. lvmh. 1871, bls.

36-37.

2) Hallgrímur Þorbergsson í Búnáðarriti XXII, 1908, bls. 316—317.

s) Kynbætur sauðfjár 1915, bls. 31. Sbr. Plógur I, bls. 73-74.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0392.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free