- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
392

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

Um og fyrir 1810 gerði bráðasófctin varfc við sig i
Eyja-firði og drap þar á árunum 1810 — 1840 alt að 30 kindur á
ári á sumum bæjum. Yeturinn 1826—27 drap bráðapest
400 fjár i Eyjafirði og var þá eftir uppástungu Grims
Jóns-sonar amtmanns danskur dýralæknir, L. Heigaard, sendur
hingað til þess að rannsaka sóttina.1) I ytri sveitunum við
Eyjafjörð sýnist veiki þessi hafa komið minna fram, en þess
er getið, að úr Eyjafirði hafi bráðasóttin komist i
Skaga-fjarðardali, að Silfrastöðum og viðar i Skagafirði. Um og
eftir gosin í Eyjafjallajökli 1822 og Kötlugosið 1823 telja
menn i Mýrdal og undir Eyjafjöllum, að bráðasóttin hafi
magnast og gert mjög mikið tjón2); færðist sýkin svo smátt
og smátt yfir Rangárvallasýslu og út i Hreppa i Arnessýslu
milli 1830 og 1840, og 1842 er sagt að fó i
Vestmannaeyj-um sýkist þar oft af bráðapest og er kent um aðfluttu fó
úr Hangárvallasýslu. I Grimsnesi er mælt að bráðapest
hafi gengið siðan 1820 og í Húnavatnssýslu er sagt 1840,
að hún stingi sór þar niður hér og hvar.3)

Á Austfjörðum var bráðapestin eins og fyr var greint
mest i hinum syðri fjörðum, en eftir 1840 fór hún að
breið-ast út til nyrðri fjarðanna og um Uthórað, svo til hinna
efri sveita Fljótsdals og Fella, og þótti mörgum hún
magn-ast við Heklugosið 1845. Veturinn 1861—62 voru mikil
vanhöld á fé eystra og dóu þá 1753 kindur á 29 bæjum í
Fljótsdal úr bráðafári og öðrum kvillum.4) Um og eftir
1830 fór alment að bera á bráðapest i Barðastrandar-,
Snæ-fellsness- og Dalasýslum. Eftir 1840 fór hún að verða enn
almennari og koma upp hér og hvar um allar sveitir, og um
og eftir miðja öldina er liún i þeim sýslum orðin að
sann-nefndum faraldri. Eftir 1857, þegar féð fór að fækka, bæði
sökum fjárkláðans og af því að í ári harðnaði, minkaði
pestin þar mjög og hvarf með öllu úr sumum sveitum að
heita mátti, t. d. úr Breiðafjarðardölum, þar sem hún hafði

») Lovsamling for Island IX. bls. 189-192.

*) Hirðir IIL bls. 120.

8) Jón Sigttrdsson: Um bráðasóttina, bls. 9—10.

<) Norðanfari II, 1863, bls. 20- 21.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0410.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free