- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
404

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36S

386 Sauðfjárrækt

31. desember s. á. í>ó mátti hver bóndi eftir þessu
frum-varpi setja nokkrar ær á vetur, þó eigi fieiri en 100 að
meðtöldum kúgildis ám og nokkra hrúta. en öllu öðru fé
sjúku og heilbrigðu átti að lóga; hefði þessi kynlega
ráð-stöfun verið framkvæmd, hefði niðurskurðurinn orðið að
litlu gagni. þvi hrútar og ær geta fengið kláða einsog
ann-að fé. Þett a lagafrumvarp vildi stjórnin eðlilega ekki
sam-þykkja. en lót þó eftir, að menn mættu undir umsjón
stipt-amtmanns haga tilraunum til útrýmingar kláðanum fyrst
um sinn eins og álitið væri hentugast i hverju héraði.
Af-leiðingin af þessu varð eðlilega eintómur glundroði, sumir
skáru, aðrir læknuðu og alt varð á tjá og tundri. Samt
hélt stjórnin fram lækningum. þó hún vildi eigi valdbjóða
þær. sá liklega að mótspyrna alþj;ðu mundi verða svo mikil
að eigi mundi hægt að framkvæma slikar ráðstafanir, og
þegar stjórnin loks 1859 tók fastara í taumana, var
niður-skurðurinn um garð genginn. Samkvæmt ákvörðun
al-þingis gaf stiptamtmaður 27. ágúst 1857 út auglýsing um
að rífa fjárhús og byggja ný, ýmislegt viðvikjandi eftirliti
og lækningum o. s. frv.1), sem ekkert kom til framkvæmda.
enginn skeytti þeim fyrirskipunum.

Saga fjárkláðans upp frá þessu og alla tíð er ekki
aunað en sífeldar deilur, þras og stifni milli
lækninga-manna og niðurskurðarmanna. Stjórnin heldur með
lækn-ingum samkvæmt tillögum þeim, sem lærðir dýralæknar
gera og henni fylgja ýmsir af leiðtogum Islendinga eins og
Jón Sigurðsson forseti, Jón Hjaltalin landlæknir og nokkrir
aðrir. Alment verður þó niðurskurðarhugmyndin ofan á
hjá alþýðu og fiestöllum embættismönnum út um landið.
Sérstaklega voru Norðliugar ákafir niðurskurðarmenu og
gerðist Jörgen Pjetur Havsteen þegar foringi þeirra; hann
var geðrikur maður og ákafur, sýndi i þessu máli oft mikið
gjörræði og skeytti litið um tilskipanir stjórnarinnar; fékk
hann af þessu mikla lýðhylli á Norðurlandi, meðan
kláða-rimman stóð sem hæst, enda var það á 19. öld jafnan hinn

Tíðindi um stjórnarmálefni I. bls. 192—203.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0422.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free