- Project Runeberg -  Makt myrkranna /
48

(1901) [MARC] Author: Bram Stoker Translator: Valdimar Ásmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - I. Höllin í Karpatafjöllum - 1. Dagbók Tómasar Harkers

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

48

því eg er svo mikill stillingarmaður, og hefi ekki
svo magnaðar ímyndanir, — en ef greifinn hefir
einhverja illa ættfylgju, sem hann hefir erft
eftir Húnana, svo sem t. d. morðfýsn eða annað
því um líkt, þá er bezt að vara sig.

Eg fann greifann inni í bókasafninu, þar sem
hann var að blaða í tímaritum og dagblöðum.
Hann var svo rólegur og prúðmannlegur sem
ekkert hefði í skorist. Mér kom fyrir sjónir,
að hann mundi ekki sjálfur hafa vitneskju um
það sem fyrir hafði komið. Þegar eg kom inn,
heilsaði hann mér vel og spurði, hvernig mér
liði, eins og hann hefði ekki talað fyrr við mig
þann dag. Síðan stóð hann upp og sagði:

„Það er ekki orðið framorðið“, sagði hann.
„Ætli þér hefðuð gaman af að sjá myndirnar
af ættfólkinu mínu hérna uppi?“ sagði hann.

Eg sagði mér mundi þykja mikið gaman að
því.

„Það getur verið, að það sé verra að sjá
myndirnar við ljós, en eg hefi nú svo margt
fyrir stafni á hverjum degi, að eg gat ekki
komist til að sýna yður þær. Þér getið svo
síðar skoðað þær sjálfur í dagsbirtunni. Ef
þér viljið biða mín stundarkorn, skal eg sjá um
að þar verði nógu bjart“.

Hann gekk burtu og eg heyrði skóhljóð hans
í ganginum og upp stiga. Það var langt í
myndasalinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 17:35:52 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/myrkranna/0054.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free