- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
32

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32

liimnunnar er ofurlítið bil, vegna pess að hornhimnan
er kúptari en augað annarstaðar, eins og áður er
get-ið, og er pað fyllt alveg tærum vökvum, er nefnist
vatnsvökvi.

Sjónin verður nú pannig, að ljósgeislarnir kastast
frá hlutnum , sem fyrir augað ber, fyrst í gegnum
hornhimnuna, pá vatnsvökvann og inn um opið á
regnbogahimnunni, siðan gegnum ljósbrjótinn og
gler-vökvann, og framleiða mynd hlutarins á nethimnunni.

r

Ahrif ljóssins breytast síðan i taugatilfinningu, og
ber-ast til heilans gegnum sjóntaugina. Sjóntaugarnar eru
tvær, er liggja sín til hvors auga. Fyrir aptan
aug-un liggja pær á vixl pannig, að sjóntaug hægra
aug-ans liggur til vinstri helmings heilans, en sjóntaug
vinstra augans til hins hægra.

Augnalokin ásamt hárunum eru augunum til
hlífðar, og eins a u g a b 1* ý r n a r. Undir
augnalokun-um, að utanverðu i augnatóptinni, eru kirtlar, sem gefa
frá sér tárin (tárakirtlar). Tárin haía gang niður í
nefholið, en pegar menn gráta, komast pau ekki öll pá
leið, og streyma pví niður af augunum.

Auk pess, sem augun eru mjug áríðandi liffæri vegna
sjónarinnar, pá eru pau og að öðru leyti mjög mikils
verð og aðdáanleg. Með peim geta menn látið í jjósi
allar tilfinningar sinar, gleði, reiði, velvild, hatur, ást,
fyrirlitningu o. s. frv.; í stuttu máli, augun geta sýnt
ástand sálarinnar, og eru pví réttnefndur spegill
hennar. "~r* • í

5. Eyrað.

Eyranu má skij)ta í tvennt ytra oginnraeyra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0046.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free