- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fyrsta Bindi /
415

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

•415 UM TÍMATAL í ÍSLKNJDÍNGA SÖGUM.



nieb tilstilli Marbar, og friÖr nieí) mægbum tókst nú í hérabinu.
Nú ver&r svosem 30 ára hlé, en síban byrjar þar enn meiri saga
en fyr, og sem vér höfum miklu vissari sögur af. þab er
svo-sem 970, ab þeir koma þar til sögunnar Njáll og Gunnar. Njáll
liofir þá verife um fertugt er sagan byrjar, en synir hans
frum-vaxta. Njáll var brendr 1011; hafi hann þá veriö áttræÖr, svo
er hann fæddr 931. þaö er víst ekki lángt milli afmælis hans
og alþíngis. þaö mætti halda, aö Njáll hafi veriö í utanferðum,
áðr en Njálssaga byrjar, því íSnorra-eddu er honum eignuð vísa,
sem ort er um siglíng milli landa, og sem konúngasögurnar eigna
Haraldi Siguröarsyni. þetta látum vér nú ósagt um; en í Njálu
finnst ekki minnsta átylla fyrir því að Njáll hafi utan veriö. Gunnar
var töluvert ýngri en Njáll; hafi hann verið hálfþrítugr, er Njála
byrjar, þá er hann fæddr 945; en um 940 var það, að Hámundr
faðir hans giptist Rannveigu, en hálftimtugr hefir Gunnar veriö
er hann féll. ViðbtirÖirnir í þessari sögu eru nú í hvers manns
minni, svo engin þörf er aö geta þess nema í fám orðum, og
svo hvernig vér rekjum tímatal í lienni. Frá dauða þráins er
bezt aö telja frameptir. þaö verðr séð af sögunni, að þráinn var
drepinn áðr en þángbrandr kom þar á Rángárvölluna (998). það
hefir þá líklega verið um haustið 996. Nú liðu sex vetr milli
vígs þeirra Gunnars og þráins, er því víg Gunnars 990; en þau
Gunnar og Ilallgerðr hljdta aö hafa verið saman býsna lengi; 16
ár færi nærri lagi-, og sama þykir sjá mega af sögunni: Högni
sonr Gunnars var frumvaxta er faðir hans féll. I sjálfri sögunni
má og telja fimm þíng, ár fyrir ár, frá brúðkaupi Gunnars, sem
þær drápu þræla hvor fyrir annari, Hallgerðr og Bergþúra, hvert
sumar, meðan bændr þeirra voru á þfngi; ])á verðr eyða nokkur
ár, tekr svo við seinni hlutinn við stuldinn llallgerÖar í
Kirkju-bæ, en þaðan verða taliu 8 þíng til vígs Gunnars, og slitnar aldrei
þráörinn í sögunni, sem segir ár fyrir ár, og er ætíö sú sögn
óyggjandi. Nú er af sögunni að ráöa, sem þrjú þíng liafi liöiö
frá víginu Sigmundar, sem ekkert bar viö, og þartil
Kirkjubæjar-stuldrinn varö. I Njálu segir svo, er þeir i’réttu vígiö Sigmundar
Njáll og Gunnar: að „nú liðu þrjú þíng, þau er menn ætluðu að
hann mundi sækja málið; þá kom eitt vandamál að hendi
Gunn-ari, það er hann vissi eigi bversu upp skyldi taka; reið hann
þá til fundar við Njál" (Njáls s. kap. 45). þetta er nú aö
líkind-um málið Hallgerðar, sem hér er Iitið til, að liann leitaði til Njáls

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:03:43 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/1/0429.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free