- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
50

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

50

sóla.rljóð

safn v

útg. Bugges 239. bls.): hann (o: mijrkvi, þ. e. þoka) drepr
skini sólar, og vildi setja það hjer inn; enn það orð, ef
til væri, gæti eftir sjálfri gátuskíringunni ekki þítt annað
enn .þolca’; livernig menn geta fengið út úr þvi
þíðing-una .næturhimin’ er mjer alveg óskiljanlegt.

52. er. segir í almennum orðum frá þeirri ferð, sem
nú birjar um y>sigrheima«., þ. e. þá heima sem lúta hinu
sigursæla valdi guðs eða Krists; sigr- gefur orðinu
kristi-legan blæ og greinir það frá heiðnum »heimum«, t. d.
þeim, sem getið er um í Völuspá 2 og Vafþrm. 43 (sbr.
Hj. Falk 31. bls.); sigrheimar gripur því ifir helvíti og
paradís og þá heima sem þar eru á milli, 5 að tölu, því
að heimarnir eru als sjö. í 2 næstu köílum kvæðisins
eru greindir nánar tveir þættir úr þessari ferðasögu
sálar-innar um sigrheima. Um sjö heima tilfæra þeir P. (Kvad
149. bls.) og Hj. Falk (31. bls.) imsa líka staði úr
kristi-legum miðaldaritum, sbr. einnig Kautsch, Die apokrj’phen
und pseudepigraplien des Alten Testaments II 218. bls.
neðanmáls. — 524-G sbr. Hávam. 1064-5: yfir ok undir
stóðumk jötna vegir.

í 5. kafla segir sálin sjerstaklega frá því, sem hún sá
á langferð sinni í »kvölheimum((, þ. e. helvíti.

534~6: þetta gerist auðsjáanlega i dirum helvítis eða
rjett íirir innan þær, því að það er hið firsta, sem sálin
sjer. Sálirnar eru víst ekki sálir fordæmdra — þær koma
siðar — heldur sálir, sem hafa sloppið úr
hreinsunar-eldinum um leið og sál mælandans og eiga samleið við
hana »um sigurheima«. Þær eru sviðnar; með þvi er
beint gefið í skin, að þær sjeu níkomnar úr
hreinsunar-eldinum, og staðfestir þetta skíring mína á 51. og 52.
erindi.

54® Vánardreka: Ván er eiginlega árheiti;
sjerstak-lega segir Sn.E. I 112. bls., að svo hafi heitið á sú,
sem mindaðist úr slefu Fenrisúlfsins, og Grimnismál telja
Ván með þeim vötnum, sem y>falla gumnum nœr en falla
til heljar heðan«. í kenningum er Ván liaft alveg eins og
það þíddi sama sem vatn ’eða haf (sbr. Plácitusdrápu 25_T:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0062.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free