- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
51

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 1

sólarljóð

51

Vánar log = eldur vatns eða hafs = gull, s. st. 94:
frán-skið Vánar — skip), og sama þíðing held jeg að hjer
liggi firir: Vánardreki virðist vera hafsdrekinn Leviathan,
sem getið er um í Sálm. 104, 25—26: Par er hafið mikið
og vitt á alla vegu . . . par fara skipin um og Leviathan,
er þú hefur skapað til að leika sér þar, sbr. Ezech. 32, 2:
draco qui est in mari (Vulg.) og Jobs bók 41, 1. Þó’vil
jeg als ekki fortaka, að höf. hafi hjer meðfram haft
Helj-arfljótið Ván í higgju, er liann gaf hafsdrekanum þetta
nafn (sbr. Hj. Falk 33.-34.); dreka er þolfall eintölu. —
543 felt — ljet fallast, settist. — Glœvaldr: virðist vera
nafn, eða rjettara sagt islensk þíðing, á Lucifer, mindað
af glœr, adj., .gljáandi’, .ljómandi’ (sbr. glœr, ,sjór’, sem
eiginlega er sama orðið og glœr, adj., og þíðir upphaflega
hinn gljáandi hafílöt, enn fremur norska lisingarorðið glœ,
,gulb]eikur’) og -valdr (sbr. Dómvaldr 293, Sœvaldi 92).
Lucifer þíðir eiginlega .morgunstjarna’, enn fjekk siðan
merkinguna .djöfull’ af þvi að menn misskildu orð
Esai-asar í k. 14, 12: Quo modo cecidisti de caelo, Lucifer, sbr.
Lúk. 10, 18. Hið íslenska nafn hans Glœvaldr er ágætlega
valið, því að það »ljós« (luxj, sem hann veldur, er að
eins gljái á ifirborðinu, með öðrum orðum hjegómi. í
irsku leikriti um sköpun heimsins segir Lucifer: »Jeg er
likur skínandi eldi« (Bugge, Studier 77. bls.). Mariu s.
559. bls. segir um hann, að hann lokki menn »í þann
eld ok hruna er stendr án endaa. Glœvalds gata er því
ef-laust sama sem kallað er annars staðar i kvæðinu enar
glœddu götur (31° og 593). Þar situr Glævaldr og glæðir
götuna og þar setst Vánardreki niður lijá honum. —
541—b m^]ar hrægsiu sálarinnar (þótti mérj við djöflana;
þeir fær nú sína rjettu þíðing, vísar til Vánardreka og
Glævalds; áður vóru menn í mestu vandræðum að skíra
fleirtöluna.

Þessa skíring á þessu erindi setti jeg fram við
læri-sveina mína 1913. Hún kemur heim við skíringar P.’s og
Hj. Falks um það, að Vánardreki tákni djöful, enn leið
okkar að þeirri niðurstöðu er frábrugðin. Skíring Falk’s
nálgast þó talsvert mína. P. heldur að djöfullinn sje kall-

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free