- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
14

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

98

í>egar reykjavík

safn v

Sveinn Ólafsson, faðir Málfriðar (»Friðu Sveinsö)1), er
hér í bæ þótti kvenna friðust um 1830. Þegar Sveinn
llutti frá Arnarhóli, bygði liann sér litinn bæ, er hann
nefndi Pingvöll, þ ar sem nu er hús Björns heit.
Guð-mundssonar kaupmanns. Nú stendur rétt við
austur-kálgarðshornið á Arnarhóli hinum forna eitt af lands
vors allra mestu og veglegustu stórhýsum, hið mikla
hús, er gejrmir öll aðalsöfn vor og dýrustu eign þjóðar
vorrar, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið,
Þjóðmenja-safnið og Náttúrugripasafnið. —

Þá er Sölvahóll norðar i túninu, og Arnarliólskot
rétt upp af Sölvahóls-vör, fyrir sunnan Jörundar-virki
(»Battariið«). Hið siðar nefnda býli féll áður en liðinn
var fyrsti áratugur 19. aldar, en Sölvahólf stendur franx
á þennan dag, eins og’ Jón Snorrason (frá Engey
Sig-urðssonar) bj’gði hann eftir 1830, og gefur góða
hug-mynd um útlit Re^’kjavikur-toribæja — hinna betri —
á fyrri hluta 19. aldar. Allar líkur eru til þess, að
Sölva-hóll sé sama býlið, sem i Jarðabók Á. M. er nefnt Liílí
Arnarhóll.

Tugthúsið stendur auðvitað enn í túnfæti
Arnar-hólstúnsins, eins og það reis þar á árum 1759—64, mest.
allra húsa á landi hér í þann tíð, að undantekinni
Við-eyjarstofu einni. Engan, sem ríður niður Arnarhólstraðir
i þá daga, dreymir um þann vegsauka, sem þetta mikla
— en jafnframt, vegna nafnsins, hálfskuggalega — hús
eigi i vændum á ókominni tíð, er tugthúss-heitið
breyt-ist í hið ólikt veglegra heiti y>Kongsgarður«.-), þegar
húsið er orðið bústaður æðstu valdsstjórnar landsins,
stiftamtmannssetur, seinna la’ndshöfðingjabústaður og
loks stjórnarráðshús. Æfiferill hússins þessi fyrstu 40
æfiár þess hefir þá ekki heldur verið neinn frægðarferill.

1) í hinu mikla myndaverki Gaimards er stór og fögur
mynd af Fríóu i íslenzka faldbúnaðinum, eins og hann tíðkaðist
um þær mundir.

2) Pví nafni er húsið venjulega nefnt i Sálnaregistrum
Reykjavikur-prestakalls, eftir að pað er orðið
stiftamtmanns-setur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free