- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
15

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

15

Mesti ólestur hefir verið á allri stjórn þess og umsjón.
Tugthúss-ráðsmaðurinn fyrsti, Giiðmundur stúdent
Vig-lússon (eitt sinn i bili settur sýslumaður i Ivjósar- og
Gullbringusýslu, siðar bóndi i Belgsholti og siðast i
Hjarðarholti, f 1809), sem þar var á árunum 1764—86,
var drykkfeldur i meira lagi, svo eftirlitið með
föng-unum eða tugthúss-limunum fór alt i handaskolum.
Þeir virðast hafa leikið býsna lausum hala þar i
hús-inu, og gengið út og inn eftir vild sinni. Eitt sinn er
brotist inn i kongsverzlunar-húsin i Eflersey og stolið
allmyndarlega. En þeir, sem að þvi verki unnu, voru
limir úr tugthúsinu. Einnig Vikur-menn fengu að kenna
á eftirlitsleysinu i tugthúsinu, svo ósjaldan sem það bar
við, að brotist væri inn hjá þeim. Það kom jafnvel fyrir,
að framið var innbrot i tugthúsinu sjálfu, hjá
yfirmönn-um og tilsjónarmönnum þess! Loks munu þess og hafa
verið dæmi, að fangar ættu börn saman þar i
tugt-húsinu. Einatt voru tugthúss-limirnir leigðir sem »ódyr
vinnnkraftur« ýmsum af höfðingjunum i nágrenninu
við Reykjavik, svo sem vormenn, sem kaupamenn að
sumrinu, haustmenn o. s. frv.. Leigan var ákveðin 6
skildingar á dap, auk fæðis, eða 2 mörk kúrant um
vikuna fyrir karlmenn, 1 mark fyrir kvenmenn. Arnes
l5álsson fjallaþjófur, sem var þar til heimilis rúm 30
ár, dvaldist einatt langdvölum hjá amtmönnum á
Bessa-stöðum og þótti mætur verkmaður (enda mun Vibe
amtmaður hafa útvegað honum lausn um siðir). Siðustu
ár aldarinnar var Arnes niðursetningur i Grjóta, þá
ör-vasa gamalmenni. Þaðan lluttist hann i Engey og dó
þar 1805. Viðurgerningur limanna var stundum fremur
lélegur og aðbúnaðurinn yfirleitt. Þess er aftur og aftur
getið hér í kirkjubókum, að limir hafi dáið úr »hor og
vesöld«. Þó hefir vafalaust mörgum fanganum þótt
vistin þar miklu ákjósanlegri en heima i sveit sinni,
þótt- frelsið væri takmarkað; svo þröngan kost átti
al-menningur einatt við að búa á þeim bágindaárum, sem
gengu vfir landið á siðari hluta 18. aldar. Enda kom
það býsna sjaldan fyrir, að fangarnir strykju úr vist-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free