- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
37

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

37

nýjar), hafði látið gera þar 1833, en Möller eignaðist
við lát hans 1834 (seinna hús Péturs biskups). En þessi
verzlun Möllers gekk illa. Bæði þessi hús voru 1836
tekin og seld á uppboði til skuldalúkningar (við Wejl &
Gerson, sem Möller hafði veðsett húsin árið áður). Keypti
þá Kristján L. Möller, sonur hans, íbúðarhúsið, en
Hannes St. Johnsen sölubúðina og setti þar verzlun á
fót. Síðustu ár æfi sinnar var Möller veitingasali i Gl.
klúbbnum og þar dó hann 1841. Kona Möllers,
Chri-stjane Elisabet Hofi’man, var og dönsk. Er mikill
ætt-leggur frá þeim runninn, bæði hér á landi og erlendis.
Dóttir þeirra, Marie Nicoline, átti Ólaf Hannesson Finsen
sýslumann, siðar yfirdómara (7 1836), og voru synir þeirra
hinir góðkunnu Finsens-bræður: dr. Vilhjálmur
hæsta-réttardómari, Hannes stiftamtmaður i Ripum (faðir
Niels R. Finsens, Ijóslæknisins heimsfræga 7 1904), Jón
stiftslæknir i Nýjakaupangi á Falstri og Óli Pétur
póst-meistari. Synir þeirra Möllers-bjóna dvöldust allir bér i
bæ: Hans Peter kaupmaður (sem átti Guðnýju
Gisla-dóttur frá Óseyri), Jóhann Georg lyfsali (hann átti
danslv.a konu, Frederikke, er siðar átti Randrup lyfsala),
Kristján Lúðvig kaupmaður, seinna veitingasali (kona
hans var Sigriður, dóttir Magnúsar beykis Norðfjörð i
Sjóbúð, og börn þeirra, meðal annara, þeir bræður
•lóhann kaupmaður á Blönduósi og Óli kaupmaður á
Hjalteyri, og frú Anna, sem átli fyr Jósef faktor
Blön-dal, en seinna Valgarð Claessen landsféhirði) og Ole
IJeter, er eignaðist józku húsin að Þorsteini Jónssyni
látnum og verzlaði þar til æfiloka (ókvæntur alla tið)
Þá eignaðist Martin Smith konsúll húsin og breytti
þeim í veitinga- og gistihús (»Hotel Alexandra«). Nú
á þa u Eyjólfur Eiriksson húsgagnasmiður.

Þá komum vér að Flensborgara-húsunum, næst
lyrir vestan józka húsið. Þar stóð ein af aðalverzlunum
Reykjavikur á árunum 1793—1857. Árið 1793 hafði
Hans Tliielsen skipherra frá Flensborg fengið sér og
lélögum útmælda verzlunarlóð á vesturhelmingi
Röd-gaards-lóðarinnar, er upphaflega var um 80 álnir á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free