- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
38

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

38

í>egar reykjavík

safn v

lengd frá anstri til vesturs og þvi óþarílega stór einum
manni. Voru þegar sama ár reist þar verzlunarhús og
verzlun hafin; en jafnframt setti Thielsen, eða þeir
fé-lagar, verzlanir á fót i Hafnarfirði og Keflavik. Verzlun
þessi dafnaði fljótt og vel. Árið 1813 eru hús
verzlun-arinnar hér i bæ þrjú timburhús i röð fram að
Hafn-arstræti og fjós úr torfi að húsabaki. Vestast var
ibúð-arhús, með sölubúð i austurenda, þar fyrir austan
eldi-viðarhús og fyrir austan það aftur vórugeymsluhús.
Seinna virðast tvö hin síðarnefndu hús hafa horfið úr
sögu og nýtt hús hal’a verið bygt i stað þeirra, því að
um 1830 eru húsin að eins tvö fram að götunni, en
seinna voru þessi tvö hús sameinuð undir einu þaki,
og var það bj’sna mikið hús. Löngu síðar, er Mórilz
Biering var orðinn eigandi verzlunarinnar, lét hann
setja heljarmikinn kvist (sjö gluggafög) norðan megin
á hús þetta. Félagið, sem þessa verzlun átti, néfndist
»Det ilensborgske Interessentskab« og eru aðalmenn
þess taldir H. Tliielsen og Boy Pelersen Holst. Fyrsti
verzlunarstjóri þeirra hér, sem vér kunnum að nefna,
hét Hans Christjan Brynning, kvæntur íslenzkri konu,
Ólöfu Vernharðsdóttur. Árið sem hér ræðir um (1801)
er Adser Christjan Knudsen verzlunarstjóri í
Flensborg-arahúsunum, og er þá að eins ókvæntur Jóhönnu
Mar-gréti, dóttur Diðriks kaupm. Hölters í Stykkishólmi,
systur Mörtu Mariu, amtmannsfrúar á Hvitárvöllum
Stephensen, og Katrinar Önnu, siðari konu Westy
Pe-træusar kaupmanns. Stóð brúðkaup þeirra hér i
dóm-kirkjunni þá um haustið og var mikið um dýrðir.
Svaramenn brúðhjónanna elcki færri en fjórir: Ólafur
stiftamtmaður, Magnús (siðar) konferenzráð, Stefán
amt-maður á Hvitárvöllum og Westy Petræus. Þótti
mönn-um, sem ekki er tiltökumál, glæsilega af stað farið.
Undirtvlla hjá Adser Knudsen var þá bróðir hans, lítið
eitt yngri, Lars Michael Knudsen, er siðar verður nánar
getið i þessu riti, svo mjög sem hann kemur við sögu
bæjarins næsta mannsaldurinn. Þeir bræður voru
ætt-aðir frá Jótlandi, liklega frá Ripum, að minsta kosti er

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0130.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free