- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
63

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

63

eign«. (Sömu skil gerði Jörgensen bæði Nordborgar- og
Flensborgara-verzlununum). Mun greifaverzlunin hafa
staðið til 1811, en þá var Trampe farinn héðan og
orð-inn stiftamtmaður i Þrándheimi. Trampe er ekki eini
stiftamtmaðurinn, sem rekið hefir verzlun hér sem
aukaatvinnu. Castenskjold, eftirmaður hans, á, eftir þvi
sem Espólin segir, að hafa gert slikt hið sama, og meira
að segja sjálfur veitt verzluninni forstöðu. Hafl því
slundum borið til orða við faktora og stiftamtmaður
spilt með því embættisveg sinum við þá1). Hinn hluta
hússins leigði Trampe stiftamtmaður stjórninni fyrir
yfirréltarhús. Áður hafði yfirrétturinn verið haldinn i
skólahúsinu á Hólavelli í ofnlausu herbergi, þar sem
kuldinn var svo mikill á vetrum, að blekið fraus í
byttunum og dómararnir nötruðu af kulda meðan á
réttarhaldinu stóð. En einmitt þetta sama ár hafði
skól-inn verið rifinn, og var yfirrétturinn þvi húsviltur.
Seinna, er Trampe fluttist héðan alfarinn, lét hann
stjórnina kaupa húsið af sér. Var yfirrétturinn haldinn
i þessu húsi öll árin 1807—19, eða unz hann fluttist
austur i hús ísleifs Einarssonar, þar sem stiftamtmenn
höfðu búið frá 1805 til 1819. En yfirréttarhúsið var
ekki notað til þessa eins. Eftir þvi sem Henderson,
hinum enska fræðimanni, segist frá i ferðabók sinni
(en hann dvaldi hér i bænum veturinn 1814—15), þá
var yfirréttarhúsið stundum á vetrum notað til þess að
halda þar dansleika, og enda sjónleika, og bekkir handa
áhorfendum þá venjulega lánaðir úr — dómkirkjunni2).

1) Sbr. ísl. Árb. XII, bls. 68.

2) Hinn enski fræðimaður Ebenezer Henderson (i 1858)
ferðaðist hér um land 1814 og 15. Hafði brezka og erlenda
bibliufélagið sent hann út liingað tit þess að kynna sér trúarlif
Islendinga og vinna að útbreiðslu biblíunnar meðal landsmanna.
yarð hann hér aðal-hvatamaður þess, að sett var á stofn hið
islenzka bibliufélag (1816). Litt geðjaðist Ilenderson að
bæjar-lifinu í Reykjavik, pennan vetur, sem hann dvaldist hér.
«Reykja-\’ik er — segir hann — eilaust versti staðurinn á íslandi, er
wenn geta dvalið i að vetrarlagi. Félagsbragurinn er liinn
auð-virðilegasti, sem hugsast getur. Par er samkomustaður ýmissa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free