- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
64

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

64

í>egar reykjavík

safn v

Þegar Moltke stiftamtmaður fékk tugthúsinu breytt í
embættisbústað handa sér, þá var það tilætlun
stjórn-arinnar, að yfirrétturinn fengi þar lika inni. En er til
kom, taldi Moltke öll tormerki á þvi, húsið væri ekki
svo stórt, að stiftamtmanni ekki veitti af þvi öllu og
óskiftu. Fyrir þvi keypti stjórnin þá hús ísleifs handa
yfirréttinum, sem síðar hafði þar bækistöðu sína á sétta
tug ára. En gamla yfirréltarhúsið keypti Guðmundur
horgari Sveinbjörnsson (seinna bóndi á Eyði á
Seltjarn-arnesi), bróðir Þórðar háyfirdómara, og rak þar
smá-verzlun nokkur ár, en seldi húsið siðan Guðmundi
faktor Pélurssyni (frá Gallastöðum i Flóa), er átti
Ragn-heiði systur Helga biskups, (börn þeirra voru þau Pétur
rokkasmiður i Njarðvik syðra og Steinunn Theódóra,
kona séra Jakobs Guðmundssonar á Sauðafelli).
Guð-mundur mun i fyrstu liafa verið við Petræusar-verzlun,
og verið um hrið faktor þar, eftir að Pétur J. Petersen
hafði eignast verzlunina, en verzlaði seinna fyrir eigin
reilming. Þótti Guðmundur sómamaður i hverri grein.
Um 1837 lét hann af verzlunarstörfum hér I bæ og
fluttist suður i Njarðvikur. Keypti þá Diilev Thom-

útlendinga; eru flestir þeirra alveg ómentaðir og dvelja á íslandi
að eins í gróðaskyni. Par er ekki að eins liörmuleg auðn fyrir
trúaða menn, heldur einnig alger vöntun á hverri uppsprettu
andlegrar nautnar. Hinir útlendu ibúar silja vanalega allan
daginn auðum höndum með tóbakspípuna í munninum, en á
kveldin spila þeir og drekka púns. Par eru haldnir 2 eða 3
dansteikar á hverjum vetri, og stundum leika helztu ibúarnir
sjónleik; í pessum tilgangi leggja þeir undir sig yfirréttarhúsið
og flytja hiklaust bekkina út úr dómkirkjunni, til þess að hafa
eitthvað til þess að silja á. Pað kom eitt sinn fyrir, að einn
leikarinn, sem leikið hafði langt fram á laugardagsnótt, stó í
stólinn næsta morgun, til þess að boða almenningi trúna. Áhrifin
af þessum bæjarbrag á liina innfæddu íslendinga i Reykjavik og
nágrenninu eru auðsjáanleg. Alt of margir hafa drukkið í sig
þenna anda, og hin góða háttsemi íslendinga spillist
auðsjáan-lega af vondu eftirdæmi útlendinga þeirra, sem lieimsækja þá«.
(E. Henderson: Iceland; or the journal of a residence in that
island during the j’ears 1814 and 1815. I. b. (aftast). Sbr.
Por-valdur Thoroddsen: Landfræðissaga íslands III, bls. 218—219).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0156.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free