- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
77

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

77

hefði verið, því að kvartanir eru farnar að verða
hljóð-hærar um, að varla sé mess&ndi þar fyrir leka og slaga,
er sé svo mikill, að alt fúni, sem fúnað geti. Árið 1815
för fram skoðunargerð á dómkirkjunni. Er þar svofeld
lýsing á ásigkomulagi kirkjunnar: »Utan og innan er
dómkirkjuhússins form og ásigkomulag yfir höfuð hið
sama sem við skoðun þann 4. ágúst 1814 skrásett er,
nema hvað allir fúagallar hafa síðan að líkindum
mögulega ágerzt. Þannig hefir efri hanabjálkinn, næst
hlukknaportinu i aðalbyggingunni, af fúa hrokkið úr
grópunum, dottið svo ofan um loftið, sem þar undir hefir
verið götótt og grautfúið, niður á kirkjugólf, og virðist
okkur ekki óliklegt, að hið sama gæti hent með fleiri
af þeini yfirhanabjálkabitum, einkum þegar hvast er
byggingin hristist. Bitar og loft undir populitúrinu
•(sic!) er orðið svo gegnfúið og götótt, að nauðiglega
niá norðan meginn upp og á ganga hæltulaust, en
sunnan meginn er ófært. . . . Fimm sperrubjálkar eru
brostnir af fúa norðan meginn . . . svo ekki veit nær
Jnn dettur þakið og er þá b}’ggingin algerlega i veði ef
hvast verður. . . . Finnum við húsið ekki alleina
öld-^ngis óþétt, heldur hvorki drop- né fokhelt í minstu
úrkomu og þess vegna fyrst ósæmilegt með öllu til
guðsþjónustugjörðar sem engu síður liættulegt fyrir lif
■og limi fólks nema kannske þegar svo blítt er áveðurs,
að messugjörð mætti halda undir berum himni, og þó
þvi miður i kirkjunni, sem ei er ugglaust að bjálkar,
horð og kalkspekning detti þar ofan yfir fólk og olli
nieiðsla, já lifs og lima tjóns kannske ef illa fer,
jafn-yel i bezta veðri, en úti er ei þessa að óttastcc1). Undir
þessa lýsingu hafa sett nöfn sín aðaltrésmiðir bæjarins,
sem þá voru: Jón Borgström og Grimur Árnason i
Pingholti. Þó dróst það, að nýtt þak væri sett á
kirkj-una, þangað til 1816. En þegar bærinn tók að vaxa,
reyndist kirkjan brátt of litil. Var þá til bragðs tekið
1846, að byggja aðra hæð ofan á kirkjuna, kórstúku

1) Sbr. skjalasafn bæjarfógeta 1814—16 á Þjóðskjalasafninu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0169.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free