- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
84

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

84

í>egar reykjavík

safn v

Jörundar-sögu, svo sem einn af aðalstuðningsmönnum
Jörgensens, enda höfðu þeir James Savignac og
Jörgen-sen verið til húsa hjá Malmqvist i Brúnsbæ, er þeir
komu hingað fyrst um veturinn áður en
»stjórnarbylt-ingin« fræga varð. Séra Brynjólfur dómkirkjuprestur
hefir þá þegar haft sýnilega illan beyg af Jörgensen,
þvi að i vitnisburðardálki sálnaregistursins það ár
skirr-ist dómkirkjuprestur ekki við að gefa Jörgensen
vitnis-burðinn »hrakmenni«; hafði prestur þó sizt hugboð um
það þá, sem fram átti að koma sumarið eftir, er
»hrak-mennið« tekur að sér alla æðstu stjórn landsins og
kem-ur hér öllu á ringulreið. En af þessu má ráða, að
fram-koma Jörgensens hafi þá þegar boðið af sér illan þokka.
Tveim árum síðar er Bjarni V. Thórarensen »assessor«
talinn búandi (»logerende«) í Brúnsbæ, og býr þar meira
að segja tvö ár (1813—14). Mætti ef til vill ráða af þvi,
að húsakynnin hafi ekki verið tiltakanlega afleit þar í
bænum, þótt stór væru þau ekki, enda voru kröfurnar
i þeim efnum ólikt minni i þá daga en nú. Þar bjó og
fyrstu ár sin hér i bæ James Robb, með bústýru sinni
og barnsmóður Valgerði Ólafsdóttur úr Hafnarfirði, sem
hann átti siðar. Um 1820 eignaðist Guðmundur
Péturs-son (frá Galtastöðum) Brúnsbæinn, og bjó þar unz
hann flutti í Gl. yfirréttarhúsið. Þá seldi hann bæinn
hálfan Hannesi Erlendssyni skóara, bróður séra
Run-ólfs á Brjánslæk. 1 tvibýli við Hannes skóara bjó þar
nokkur ár Snæbjörn stúdent Björnsson, er varð prestur
að Ofanleiti (f 1827), og átti Ingibjörgu Jakobsdóttur,
systur Kristjáns kaupmanns, en börn þeirra Snæbjarnar
og Ingibjargar voru þau Jón sýslumaður
Snæbjarnar-son og Sigríður, kona séra Þorvaldar Bóðvarssonar í
Saurbæ. Hvenær Brúnsbær hefir verið rifinn, hefir mér
ekki tekist að grafa upp. Að likindum hefir það verið gert
nál. 1830. Að visu er Stefán Gunnlaugsson, þá
sýslu-maður i Gullbringu- og Kjósarsýslu (seinna land- og
bæjarfógeti), talinn búandi í »Brúnsbæ« (1834—37),
en sennilega hefir torfbærinn þá verið úr sögunni og
timburhús það verið komið i staðinn, sem síðan hefir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0176.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free