- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
85

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

nr. 2

var fjórtán vetra

85

staðið á Brúnsbæjarlóðinni, en bæjar-nafninu verið
haldið fyrst í stað. En 1841 eignast Einar snikkari
Helgason, sem fyr er getið, eign þessa i makaskiftum
fyrir faktorsibúð Sunchenbergs-verzlunarinnar, sem
hann átti áður, og þá verður »Brúnsbæjar«-nafnið að
þoka fvrir nafninu »Helgesens-hús«. Bjó Einar þar til
dauðadags (1844) og ekkja hans, mad. Margrét (f 1856)
Jónsdóttir bónda i Njarðvik Snorrasonar, eftir hann.
Maddama Helgesen var orðlögð friðleikskona og
dugn-aðar. Því segir Gröndal yngri i grafskrift eftir hana:

»Hér hvilir kvenna mætast men

Margrét Jónsdóttir Helgesen,

dýrö henni drottinn greiöi«.

Sonur þeirra Einars og Margrétar var, sem fyr segir,
Helgi E. Helgesen barnaskólastj., en dóttir Guðný, sem
átti séra Svein Skúlason i Ivirkjubæ i Hróarstungu (þeirra
sonur er Ilelgi bankastjóri á ísafirði). Seinna flutti Gísli
skólakennari Magnússon i húsið með þeim hjónum Fr.
J- Zeuthen, fyr konungsþjóni, og Wilhelmine, er siðar
átti Gisla. En eftir Gísla látinn (1878) eignaðist Stgr.
Thorsteinsson húsið og bjó þar allmörg ár.

Fyrir sunnan Brúnsbæ stóð Teitsbær. Þar hafði
Teitur vefari Sveinsson fengið útmælt bæjarstæði nál.
1797. Teitur var merkismaður á sinni tíð, siðustu ár
innréttinganna verkstjóri (»Fabriksmester«) við
klæða-vefnaðinn og um fjölda ára meðhjálpari við
dómkirkj-una (f 1811). Hann átti Guðriði Gunnarsdóttur, og voru
dætur þeirra Arndis, kona Finnboga assistents
Björns-sonar i Finnbogabæ, sem siðar verður getið, og
Þór-nnn, kona Magnúsar Ó. Bergmanns faktors. Voru þeir
i’eitur dýralæknir Finnbogason og Teitur Bergmann i
Utlabæ á Akranesi báðir heitnir eftir afa sinum, Teiti
Sveinssyni. Eftir 1820 bjó í Teitsbæ Hannes
Gissurar-son trésmiður, er kallaði sig ólsen (druknaði i sjóróðri
1830, ásamt Grími Árnasyni i Þingholti og mörgum
öðrum). Hann átti Magdalenu Jóhannesdóttur eldra
•^oéga, föðursj’stur Geirs kaupmanns. En sonur þeirra
Var Jóhannes Ólsen útgerðarmaður i »Hjallhúsinu«, stjúpi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free