- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
12

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



BÆJANÖFN

SAFN V

hylur bæinn á báða þá vegu. Aðallega ber þó sá
holt-hryggurinn leitisnafnið, sem er að vestanverðu við bæinn.
Við það leiti er bærinn kenndur, en Ytra-Leiti hefir
hann verið nefndur til aðgreiningar frá hinu Leitinu,
sem er þó langt frá á Innströnd, en aðgreiningarinnar
þurfti þó, sérstaklega af því að bæirnir eru báðir í
sama hreppnum.

23. Narfeyri.

Jörð þessi hefir ekki allt af borið sitt núverandi
heiti. Þegar Geirröður nam þar land, var hún kölluð
Eyri. Eftir hans daga færði Þorgeir kengur sonur hans
neðan frá sjónum »ór eyrinni upp undir fjallið«, segir
Landnáma1). Þó hefir bærinn stundum siðar verið
kallaður Geirröðareyri. í máldaga kirkjunnar frá
dög-um Gyrðs biskups ívarssonar er jörðin kölluð Eyri í
Álftafirði. Nokkuð löngu seinna bjó þar Narfi
Þorvalds-son. Sögn er um það, að hann hafi enn fært bæinn
.úr stað, en þó hefir það varla verið öðruvís en svo,
að hann hefir byggt hann upp. Visu hef ég heyrt um
það, að Narfi hafi flutt bæinn frá sjónum til fjallsins,
og er hún svona:

Þar sem Narfi Þorvalds arfi kenndur
frá grunnsæ und fjallið snar
færði bæinn Geirröðar.

En það að Narfi Þorvaldsson hafi fært bæinn frá
sjón-um, mun vera alveg rangt, þvert ofan í vitnisburð
Landnámu, enda er ekki bent á nema eitt fornt
bæjar-stæði á Narfeyri, þ. e. Geirröðar niðri á eyrinni.
Hugs-að gæti ég þó, að Narfi hafi fært bæinn til á hinu
nú-verandi túni. Þykir mér líklegt, að bærinn hafi áður
staðið vestur undan kirkju, vegna hinna miklu molda
sem þar eru, en það sé verk Narfa að flytja hann
þangað sem nú er hann fyrir austnorðan kirkju. Eitt
er þó víst og það er, að minningin um Narfa Þorvaldsson

1) Landn. II. 13. kap.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0360.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free