- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
13

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 5

OG EYÐIBÝLA

13

hefir verið svo rik og sterk, að jörðin hefir dregið nafn
sitt af honum, sem haldizt hefir svo allt til þessa dags.

2í. Geitareyjar.

Eyjar þessar hafa verið byggðar til skamms tima;
lögðust í eyði 1911. Líkindi eru til, að bæði þessar eyjar
og aðrar eyjar, sem nú eru byggðar í
Skógarstrandar-hreppi, hafi byggzt töluvert seinna en jarðir á Iandi.
Hafa þær fyrst verið notaðar af landbændum til slægna
og beitar, og því bera Geitareyjar nafnið, að þar hafa
geitur verið látnar ganga, en stutt til lands þaðan,
hvort heldur er til Narfeyrar, Óss eða Straums. Eyjar
þessar hafa um langan aldur tilheyrt
bændakirkjueign-inni Narfeyri.

25. Gvendareyjar.

Skammt frá Geitareyjum liggja Gvendareyjar.
Sundið á milli þeirra er straumurinn Geiteyingur.
Þegar Þorsteinn surtur drukknaði i Kolkistustraumi og
skipverjar hans, þá komst einn maður af, er
Guðmund-ur hét, og barst hann á land með viðum að eyjum
þeim, er síðan heita Guðmundareyjar (Laxdæla 18.
kap.). Þessi eru tildrögin til nafnsins á eyjum þessum,
sem nú eru ávalt nefndar Gvendareyjar i ræðu og riti.

26. Öxney.

Eins og áður er getið, mun þessi ey eins og íleiri
upphaflega hafa verið notuð til beitar, og þá til
nautabeit-ar eins og nafnið bendir á. Öxn eða yxn voru naut eða
öllu heldur geldur nautpeningur nefndur i fornöld.
Á þetta sama bendir nafnið Kálfhólmi, sem er á hólma
einum fast við Öxney í sundinu Þröskuldum milli
Brokeyjar og Öxneyjar. Ekki er annars getið i
Land-námu II. 14. kap. en að ey þessi hafi haft nafn, þegar
Eirikur rauði nam Rrokey og Öxney. Fyrsta veturinn
sem Eirikur var í eyjunum, bjó hann að Tröðum í
Suðurey, sem er áföst við Brokey, en siðan fór Eirikur
1 Oxney og bjó á Eiríksstöðum. Þetta bæjarstæði Eiriks

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0361.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free