- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
15

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 5

og eyðibýla

15

og hefir fyrst byggzt. í Sturlungu I. (Sturlusögu 25. k.)
er þess getið, að byggð hefir verið i Eskigrasey á 12.
öld. Hvenær hún hefir lagzt í eyði, en byggð verið
hafin i Brokey, er övist, en fyrir nokkuð löngu mun
það þó hafa verið, þvi að æði fornlegar eru
bæjarrúst-irnar í Eskigrasey.

29. Gjarðpy.

Ekki er langt siðan að bvggður var bær i Gjarðejr.
Gjarðey með undirliggjandi eyjum var lengi eign
Snóks-dalskirkju. Eru eyjar þessar nefndar í bréfi i Fornbr.s.
ísl. IX., bls. 212, sem er dagsett 21. maí 1524, og þar
taldar tilheyra Snóksdalskirkju, og hefir svo verið til
skamms tima. Ein af þessum ej’jum heitir Stafey, þvi
að þar rak hornstafina úr kirkjuvið Þorkels Eyjólfssonar,
er hann drukknaði á Hvammsfirði 1026 (Sbr. Laxd. 76.
kap.). Hefir bærinn áður staðið i Stafey, en um eða
eftir miðja 19. öld var breytt um og bær reistur i
Gjarðey. Hafði þá Stafey verið i eyði um hríð áður.
Gjarðeyjarnar eru tvær, ytri og innri Gjarðey, og
stend-ur bærinn í hinni ytri eynni. Fjarar á milli eyjanna,
en fyrir sunnan þær er ey, sem Gjörð heitir, og er i
laginu eins og hálfhringur. Hefir mér verið sagt, að
af henni dragi Gjarðey nafn, en alveg eins gæti verið
að i eyjum þessum hafi fundist rekin gjörð, og liafi
það svo gefið tilefni til nafnsins, eins og stafirnir gáfu
blefni til nafnsins á Stafey. Miklar rústir eru i Stafey,
sem benda á, að bær hafi staðið þar lengi.

30. Ólafxey.

Ólafsey liggur næst landi af byggðum eyjum við
Skógarströnd. Ekki hef ég getað fengið upplýsingar um,
v’ð hvaða Ólaf ey þessi er kennd, en sumir segja, að
sa hafi heitið Ólafur, er þar byggði fyrst bæ, og er það
ekki ósennilegt, en enginn veit, hvenær það muni hafa
verið. Gömul dys eða leiði er þar i túninu, en enginn
veit nieð vissu, hver þar muni liggja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0363.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free