- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
16

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



64 bæjanöfn

safn v

II.

Þá er þessu næst að telja eyðibýli þau, sem
vitan-legt er um, að hafi einhvern tima verið byggð á
Skóg-arströnd. Leikur mikil óvissa á þvi um sum þeirra»
hvort þau muni nokkurn tíma hafa byggð verið, og
enn aftur geta sumstaðar verið rústir af býluin, sem
nú eru gleymd nöfnin á, vegna þess að ofan í
rúst-irnar hafa ýmist verið byggð sel eða stekkir. Verður
sama aðferð höfð og um byggðu býlin, að byrjað
verður innst eða austast á ströndinni, og svo haldið
út eftir henni og eyjarnar taldar siðast.

1. Stangarkot.

Þetta kot er í landi Hólmláturs, milli Hólmláturs
og Gunnarsstaða, við mýri, er Stangarflói heitir. Ber
litið á rústum, þvi að þær munu vera svo æfagamlar.
Sagt er, að kotið sé kennt við konu eina, sem þar hafi
byggt, og hét eða hafði viðurnefnið Stöng.

2. Maríugerði.

Bústir þær, sem bera þetta nafn, eru í
Árnhúsa-landi og standa við sjó innarlega i Árnhúsatanga. Er
þar slétt og fallegt túnstæði með garði í kring og vottar
fyrir bæjarrústum. Ókunnugt er um, hvenær þar hefir
verið byggð, eða við hvaða Maríu gerðið er kennt.

3. Stekkjarhólar.

Svo eru nefndir hólar nokkrir skammt fyrir vestan
túnið á Bildhóli. Hefir nákunnugur maður, Sigfús sáL
Jónasson bóndi á Hólmlátri, sagt mér, að þar væru
greinilegar bæjarrústir, en vitanlega eru þar gamlar og
nýjar stekkjarrústir líka. Ekki gat hann þó eða aðrir
gefið mér neinar upplýsingar um, hvenær þar hefði
verið byggð. Getur verið að bærinn hafi haft eitthvert
heiti, sem nú er gleymt, en þegar stekkur var byggður
þar síðar, liafi hólarnir tekið nafn af honum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0364.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free