- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
11

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

11

segist frá1), var samin af Gunnlaugi munki Leifssyni,
að undirlagi Guðmundar biskups Arasonar. Latnesku
söguna vill útgefandi Jóns sagnanna láta vera samda
á árunum 1203—1208, en þýðinguna (ýngri söguna)
ekki fyrri enn eptir 1250, eða jafnvel ekki fyrri enn á
14. öld. Handritið AM. 392 4to (texti C.) ætti þá að
vera sérmeðferð (redaktion) á þýðingunni á hinni
lat-nesku sögu Gunnlaugs munks. En þessu er i raun og
veru á alt annan veg varið. Hin svo nefnda elzta saga
er, eins og útgefandinn heldur fram, sjálfstæð saga,
frum-samin á islenzku, en hin svo nefnda ýngri saga er aptur
á móti ekki þýðing á sögu Gunnlaugs munks, heldur
sérmeðferð (redaktion) á liinni elztu sögu, þar sem
skeytt er inn nýjum frásögum og jarteinum úr hinni
latnesku sögu Gunnlaugs munks, sem ekki eru fyrir í
hinni svo nefndu elztu sögu, og getur hún ekki verið
eldri enn frá 1295—c. 1300. Loks er nokkur ástæða til
að halda, að hin latneska saga Gunnlaugs munks hafl
ekki verið sjálfstætt verk, heldur blátt áfram þýðing á
elztu sögunni með viðaukum eptir Gunnlaug. Ef svo
er, verður ýngri sagan vitanlega sama sem saga
Gunn-laugs, án þess þó að vera þýðing á henni. Ekki eru
til neinar frásagnir af því, að dómkirkjan á Hólum
hafi verið endurbygð fyrri enn á dögum Jörundar
bisk-ups. Þegar Jóns saga ýngri kemst svo að orði, eins og
áður er getið, að kirkja biskups Jóns haíi staðið »til
skammrar stundar«, þá geta það ekki verið orð
Gunn-laugs munks, sem dó 12192), nema gjört sé ráð fyrir,
að kirkja Jóns biskups hafi verið undir lok liðin og
búið að byggja nýja um 1200. Það má þó teljast
ohugsandi með öllu, að þess væri ekki getið i
ann-álum, eða annarsstaðar, ef ný dómkirkja hefði verið

1) B. S. I, 235, 257, II, 31.

2) Guðmundar saga elzta B. S. I, 510, einnig Annales regii,
Skálholts annáll og Gottskalks annáll, allir prentaðir i í. A.,
enn Lögmannsannáll og Flateyjarannáll (prentaðir ibid) telja
Það hafa verið 1218, og Oddaverjaannáll jafnvel 1215 (ibid.J.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0407.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free