- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
12

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

12

DÓMKIRKJAN Á IIÓLUM

SAFN V

bygð. Verður því að álíta, að ýngri sagan sé rituð
eptir að Jörundur biskup bygði kirkju sina, eða
eptir 1294, og að þessi orð séu meðferðarbreyting.
Samanburður á frásögum þeim, sem sameiginlegar
eru með hinni elztu og ýngri sögu, sýnir, að þær,
að undanskildum nauðaómerkilegum orðamun, eru svo
að segja orði til orðs eins. Þetta væri vitanlega
óhugs-andi, ef um þýðingu væri að ræða, jafnvel þótt af svo
að segja samhljóða frásögu af sama viðburði væri.
Auk þess verður ekki annað sagt en að maður verði
ekki var við latínubragð það að málinu á ýngri
sög-unni, sem útgefandinn gjörir svo mikið úr. Að ýngri
sagan hefur timatal Hungurvöku, þarf i þessu
sam-bandi ekkert að þ5rða, það þarf ekki að vera annað
enn meðferðarbreyting (redaktionsbreyting). Að eldri
söguna vantar og ýngri sagan hefur ýms orð og
frá-sagnir eptir Gunnlaugi munk, þarf i hæsta lagi ekki
að merkja annað en að þessir staðir séu teknir upp
úr hinni latnesku sögu hans1). Þó að það vitaskuld,
eins og útgefandinn tekur fram, komi optsinnis fyrir
i fornum islenzkum þýðingum, að þýðandinn, þegar
sérstaklega stendur á, taki það fram, að ein og
önn-ur orðatiltæki séu ekki eptir hann, heldur höfundinn,
hefur það, eins og hér stendur á, enga þýðingu, þó
að, þegar orð eru tekin upp eptir Gunnlaugi, sé bætt
við: »segir Gunnlaugur munkur« eða »segir bróðir
Gunnlaugur«. Þegar samanburðurinn á eldri og yngri
sögunni er búinn að sýna, að ýngri sagan sé ekki
þýðing, er ekki hægt að skoða þessar athugasemdir
öðruvísi enn sem nokkurskonar gæsalappir utan um
það, sem tekið er eptir Gunnlaugi, — eins og
nokkurs-konar heimildartilvisun. Greinileg dæmi um samræmið
milli elztu og ýngri sögunnar má benda á, t. d. 1.

1) Á þeim stöðum, sem meö vissu er hægt að eigna
Gunn-laugi munk, t. d. Prologus, sem tekinn er eptir Gunnlaugi, er
greinilegt latínubragð að málinu, t. d. »vorr aldur«, sbr. »ætas
noslra« o. fl., og bendir það óneitanlega í pá átt, sem að ofan
greinir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0408.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free