- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
94

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

DÓMIvIRKJAN Á HÓLUM

S.A FN V

óskilahross1), óskiláfé2), óskilaalifugla3) og um vogrek4)
að kirkjum.

Staður einn i kirkjuskipun Jóns III. Sigurðssonar
Skálholtsbiskups frá 26. júli 1345 ber þess greinilega
vott, að kirkjur hafi verið hafðar fyrir skemmur, án
þess að með þvi væri verið að hagnýta kirkjugriðin
fyrir gripi þá, sem geymdir voru á kirkjunni og í þeim
tilgangi einum að nýta húsrými það, sem ónotað var
þar. Segir þar svo: »Item lofaði hann at hreinar kistur
sé i kirkjum ok annat þat, sem hreint er ok eigi er
vándr þefr af, svá þó at eigi verði órúm at«5). Þarna
hefir kirkjustjórnin bersýnilega orðið að slaka til um
þetta atriði. Eða kannske að biskuparnir hafi einhvern
hagnað af þessu ákvæði haft, að minsta kosti hefir
dómkirkjunni á Hólum ekki tekizt að sleppa hjá þvi
að vera gjörð að pakkhúsi, því að í Laurentiusar sögu
segir, að fyrir daga Auðunar Hólabiskups hafi á kór
dómkirkjunnar verið geymdar «kistur og annar harki«c),
og dæmi eru þess annarsstaðar að, að geymd væru
vopn (skildir) á dómkirkjunni7). Ekki hefir nú samt
alt, sem geymt var í kirkjunum, verið i alveg
bókstaf-legu samræmi við skipan Jóns biskups, ef marka skal
bréf Björns Guðnasonar i Ögri til Stepháns biskups,
þar segir: »Er svo húsum varið í Vatnsfirði, að betur
voru til fallin að hengja upp i slátur rotið og fúið en
kirkjuskotið þar«8). Annars er fjöldi dæma um þessa
og þvilika notkun kirkjuhúsanna9). Beztu dæmin eru
þó frá þvi á árunum rétt eptir siðaskiptin og sýna þau,
að siðbótarmönnum, að minsta kosti að þessu leyti,

1) Jónsbók Ó. II. Llb. kap. 38.

2) Ibid. kap. 50—51. Grg. I, 157, II, 481.

3) Jónsbók Ó. H. Llb. kap. 57.

4) Ibid. kap. 60.

5) D. I. II, 793 (Texti A § 35) sbr. 802 (Texti C § C8).

6) B. S. I, 830.

7) Ibid. 499.

8) I). I. VII, 533.

9) T. d. D. I. VI, 472, VII, 162, VIII, 834.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0490.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free