- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
95

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

95

hefir ekki tekizt að bæta neitt, en versnað gat þetta
athæfi tæplega, ef ráða má af dæmum þeim, sem áður
voru nefnd. Árið 1552 voru geymdar tvær kistur i
Be ssastaðakirkju og var i þeim lílil krambúð. í annari
kistunni, sem var úr eik, var geymt: strigi, klæði,
sól-aðir skór, mannspungar, hnifar, hattabönd, belti,
mund-laugar, drengjahúfur og konuhúfur1). í hinni var geymt:
lérept, vesterslérept, stór strigi, varningsklæði, brúnt
klæði og stórgerður sængurdúkur2). Árið eptir, 1553,
voru þessir hlutir geymdir i sömu kirkju, og sést ekki,
að um þá hafi verið búið i neinum hirzlum, heldur
oiunu þeir blátt áfram hafa verið á floti um kirkjuna:
katlar stórir og smáir, ristir, tréföt, steikarateinar,
slátr-unaraxir, 1 sinnepskvörn, brandajárn, föt, trédiskar,
Pundari úr járni, annar úr tré, tvær litlar ölskálar og
eitt deigtrog3), skinnklippingar, húðir, linur, færi,
klukk-ur, hrifur, innholt (þ. e. bjálkar), kjöt, ilskór,
járnrek-Ur og stórar og smáar árar4). Þetta alt eru með
væg-Um orðum sagt pakkhúsvörur. En átakanlegri er tysing
sú á brúkun kirkna, sem finst i dómi þeirra
Guð-brands biskups Þorlákssonar og Jóns sýslumanns
Björns-sonar gengnum á Flugum^’ri föstudaginn i niundu viku
surnars (6. júni) 1595 um »hvad riettast og radligast
Uiundi vera vmm þær halfkirkjur j Skagafirdi, sem ecki
sumar væri aíTallnar, enn sumar: þó þær væri vppi.
þa væri þær þo jmisliga misbrukadar til annarz enn
gudzþionustu. þui dæmi fyndist ad j sumum være
Seymder reidingar og adrer otilheiriligier hluter. i
sum-Um hafder sauder og fienadur annar«5). Lengra verður
sennilega naumast komizt í þá átt að hafa kirkjurnar
til veraldlegra nota. Að siðaskiptunum verði ekki kent
Um þetta dæmalausa ástand, sýnir bezt hin einbeitta

1) AM. 26i Fol. IV. blað 21a.

2) Ibid. IV, blað 22a.

3) Ibid. V, blað la.

4) AM. 36’t, Fol. V, blað lb—2a.

5) Bréfabók Guðbrands biskups í pjóðskjalasafninu bls. 72.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0491.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free