- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
147

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

147

getað farið rétt með, enda er sá skurður ofur óbrotinn.
Og þó hann hafi ekki verið neitt átakanlega drátthagur,
hefur hann verið skurðhagur og smekkvis á
skraut-skurð (ornamentik) með afbrigðum. Ef þvi, eins og
líklegt er, má álykta af þessu, þá ættu stokkkirkjur
með uppréttum stokkum (Greensteadlagið) að hafa verið
algengastar trékirkna hér á landi fyrir siðaskiptin, að
minsta kosti fram til þess tíma, sem hurðin var smiðuð,
sem ólsen vill láta hafa verið kringum 1200—1250,
en sizt fyrri]). Kirkju þá á Valþjófsstað, sem Markús
Gíslason sókti viðinn til, vill Ólsen láta vera byggða
um 1180, og leiðir hann góð rök að þvi2). Aptur á móti
virðist ákvörðun Ólsens á aldri hurðarinnar vera
nokk-uð óábyggilegri, og leggur hann að nokkru leyti sjálfur
í optnefndri ritgjörð sinni til röksemdir á móti henni.
Bæði er það, að bandrúnir koma fyrir á hurðinni, og
eru þær, að þvi er ólsen sjálfur segir, algengar á 15.
og 16. öld, en óvist nær fyrst sé farið að nota þærs),
og eins koma fyrir á henni stungnar rúnir, sem að
sögn Ólsens, sem mátti vita það, koma ekkí fyrir fyrri
enn í fyrsta lagi eptir miðja 12. öld4). Bendir þetta
helzt tii þess, að alt of snemma sé hurðarsmiðið sett
1200—1250, eins og Ólsen vill vera láta. Td þess að
gefa kirkjunni tækifæri til að eignast nýja hurð með
líkindum gjörir Ólsen þvi ráð fyrir6), að jafn vandað
hús og kirkja sú á Valþjófsstað, er Markús Gíslason
muni hafa getað staðið i rífleg 50 ár6), og eptir
því hafi verið byggð þar ný kirkja á árunum 1230—
1250, og hafi kirkjan þá um leið eignast hurðina. Þetta
er vilanlega helber getgáta, sem við ekkert styðst, nema
það eitt, að Ólsen er áður búinn að slá því föstu, að
hurðin sé frá þvi um 1250. Því til stuðnings var þessi

1) Á. í. F. F. 1884—1885, bls. 31. 2) Ibid. hls. 34-36 3) lbid.
bls- 31. 4) Ibid. bls. 30. 5) Ibid. bls. 36. 6) Eins og áður hefur
verið sýnt frara á, nær alls engri átt að ætla vandaðri trékirkju
skemmri aldur enn 50 ár, enda þækti raér líkast, að kirkja sú,
scm brann 1361, liafi einmitt verið sama kirkjan, sem Markiis
Gislason byggði.

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0543.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free