- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
148

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

148

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

safn v

endurbygging þó algjörlega ónauðsynleg, þvi ekkert væri
eðlilegra en það, að kirkjan hefði eignast hurðina eina
sér, án þess að hún væri byggð upp öll um leið. Þegar
ólsen minnist á kirkjubruna þann, sem varð á
Val-þjófsstað 1361gjörir hann lítið úr þvi, að sá bruni
kunni að hafa haft áhrif á aldur kirkjuhurðarinnar, en
lætur sér nægja að slá þvi föstu, að hurðinni hljóti að
hafa verið bjargað af þvi, að hún »geti ekki verið svo
ung«2). Bæði er nú það, að þetta er engin röksemd, og
eins hitt, að það er ekki harðla liklegt, að
kirkjuhurð-inni hafi verið bjargað, þó að það vitanlega sé ekld
fortakandi. En svo ólíklegt er það, að nær mun að
halda, að kirkjan hafi fyrst eignast hurðina eptir
brun-ann 1361, og styrkist sú skoðun mjög mikið einmitt
við öll ummæli Ólsens sjálfs um aldur rúnanna, sem
á hurðinni eru, nema svo væri, sem ekki er líklegt,
að þær hefðu verið grafnar á hurðina seinna. Kirkjnr
með uppréttum stokkum ættu eptir þvi að hafa verið
algengastar trékirkna hér á landi fram um miðja 14.
öld, og er þá skemst eptir til siðaskiptanna.

Eins og útgreptir þeir, sem getið hefur verið um,
bera með sér, voru trékirkjurnar reistar á steingrunni,
en hann var tryggður með torfi og mold eitthvað upp á
veggi8), svo veður kæmist ekki upp undir þær til að
spenna af grunni. Til tryggingar gegn foki voru og
opt-lega reistar upp skástoðir við veggina4). Þó ekki sé
nein bein heimild fyrir því, er ekki óliklegt, að smærri
kirkjur hafi verið stjóraðar niður með festum og strengj-

1) Sjá skrána um kirknabruna bls. 121—122 í pessu riti.

2) A. í. F. F. 1884—1885 bls. 36. 3) Bislc. Hól. Chart. Fasc. IV. 22.

Par segir: ». . . að dipta að kirkjunni, sumir að bera að henni

torf, hennar kór og stöpli neðan«, sbr. Bisk. Hól. Chart. Fasc.
IV, 23. Þar segir: ». . . svo að torf var látið neðan við stöpul,

kór og kirkju«. 4) Sjá töflu V og sömu skjöl (eru pau prentuð

í III. kafla pessa riis). Segir í peim báðum, að stoðirnar og

skorður kirkjunnar hafi verið athugaðar og settar í lag par sern

með purfti, Sbr. Sturl. I, 341 og víðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0544.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free