- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
150

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

150

• dómkirkjan a hólum

safn v

af því, hvernig þakið i trékirkjum hafl verið rept og
ásað, en í aðalatriðunum verður að ganga út frá þvi,
að einhverskonar raptar hafi risið upp í einhvern
mæni-ás, svo að burst hafi orðið. En klætt hefur þakið ýmist
verið tré, kopar eða blýi

Mörg eru þau atriði, sem erfitt verður um að segja,
hvort heldur séu sérkenni torf- eða timburkirkju, og
gæti sumt, ef þvi er að skipta, bent i hvortveggju áttina.
Er þar fyrst að nefna forkirkju og sönghús eða kór.
Það gæti að visu komið til mála, að þessi orð merktu
parta af sjálfum kirkjubúknum — framkirkjunni, svo
að forkirkja væri sama og vestasti partur framkirkju,
en kór sama og austasti partur hennar. Flestir staðir þar
sem forkirkja er nefnd, benda þó mjög greinilega til
þess, að hún hafi verið afhýsi, greint frá framkirkjunni
sjálfri. Kórinn sýnist og stundum hafa verið afhýsi úr
kirkjunni2), en þó optar, að minsta kosti á
torfkirkj-um, aðeins eystri hluti framkirkjunnar, austur af
Jestr-arkórnum 3). Þó i sjálfu sér væri hugsanlegt, að ganga
mætti tryggilega frá útbyggingum úr gaflhlöðum
torf-kirkna, væri það illmögulegt nema þær útbyggingar væru
úr tré. Að visu mætti gjöra þær úr torfi, en ef svo væri,
myndu gafihlöðin, sem að jafnaði munu hafa verið úr
tré og jafnþunn og óveruleg eins og enn tíðkast, hafa
orðið svo veik, að minsta kosti að austanverðu, af því
að kórinn hlaut að vera opinn inn i framkirkjuna, að
húsið hefði orðið mjög ótryggilegt. Hafi austurgaflhlöð
torfkirknanna hinsvegar verið úr torfi, eins og stundum
tíðkaðist, virðast útbyggingar úr þeim hljóta að hafa verið
gjörsamlega útilokaðar þeim meigin4), nema úr timbn

1) Sjá þa<\ sem áður hefur verið sagt hér um þetta atriði-

2) Sjá t. d. Sturl. I, 344. Dæmi timburkirkju, sem ekki var
með útbyggðum kór, en með forkirkju einni útbyggðri, er kirkja

sú á Hraunþúfuklaustri, er Daniel Bruun fann rústina af og
getið hefur verið hér áður. 3) Dæmi er þess að torfkirkja se
með útbyggðum kór i D. /. III, 422. Eins er torfkirkja sú, er
hómiliubækurnar lýsa, eins og minst mun verða á síðar, torf-

kirkja með útbyggðum kór. 4) Petta kemur heim við Sturl. H>

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0546.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free