- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
149

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

í HJALTADAL

149

um, sem bundnir voru við jarðfastan stjóra, svo að
þær siður skyldi taka upp

Hvernig viðir hússins voru bundnir saman, verður
ekki séð með neinum verulegum rökum, en alt bendir
i þá áttina, að frágangurinn hafi verið hinn sami og á
Greensteadkirkjunni. Stokkarnir uppréttu hafa að neðan
verið grópaðir í aðra stokka, sem lágu láréttir á
grunn-inum og voru nefndir syllur eða undirstokkars). Voru
slikir undirstokkar bæði undir hliðum og göflum, og
nndir allri kirkjunni voru þeir nefndir undirgrinds).
Nöfn þessi voru sameiginleg með bæði toríkirkjum og
°g trékirkjum4). Þar sem undirstokkarnir mættust á
hornum hússins, voru reistir sérstaklega traustir stokkar
uppréttir, svonefndir hornstafir5). Hafa stokkarnir að
sjálfsögðu að ofan verið grópaðir i syllar (yfirsyllar,
syllustokka, staílægjur), þó hvergi sjáist þess getið, og
er þá kominn laupur kirkjunnar6). Stokkarnir voru
tré-bolir flettir sundur i miðju og sneri sárið inn, enn
hornstafirnir voru heilir drumbar, þó svo, að sniðinn
var úr þeim fjórðungur7). Ekki eru til neinar sagnir

1) í ferðabók um ísland eftir Howell nokkurn brezkan
trú-boða, vlcelandic Pictures«, sem prentuð er í London 1893, er á
bls. 66 mynd af íslenzkri kirkju, sem er stjóruð niður með fest-

á hornunum. Pó að petta dæmi sé frá seinni tímum, er pað
Þó að vissu leyti pessu til stuðnings. 2) Safn I, 35. 3) D. I. IX,
226. Hér er vafalaust átt við torfkirkju og sýnir það að samnefnt
var pað, sem sameiginlegt var með báðum kirkjum. Sjá og Arts
H, 40. 4) D. I. III, 168. Hér er vafalaust átt við torfhús. Beri
að skilja orð Dr. Valtýs Guðmundssonar i Prwatb. bls. 120 um
undirslokka svo, sem pó ekki þarf að vera, að þeir komi aðeins
fyrir í timburhúsum, er það misskilningur, sem stafar af þvi,
að hann álítur að kirkjulýsing Hómiliubókanna eigi við
tré-kirkjur, en ekki torfkirkjur. Pað er rangt, eins og siðar munu
leidd rök að. 5) Landnáma bls. 42. Kjalnesingas. bls. 398. I
Laxd. bls. 282 er getið hornstafanna úr kirkju Porkels Eyjólfs-

sonar hinni miklu. Eins og á hefur verið vikið, er full ástæða

til að ætla, að hún hafl átt að vera stafkirkja, en þá hefur þetta

°rð verið samheiti á samsvarandi pörtum beggja kirknategunda.

6) Fornm. II, 234. Safn I, 66. 7) Sjá Arts II, 41. Á það, sem þar

er sagt, vafaiaust einnig við íslenzkar stokkkirkjur.

10*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0545.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free