- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
154

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

154

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

safn v

torfkirkjur hafi getað verið með útbyggðum kór og
forkirkju, og að þessi hús hafi hlotið að vera
altimbur-byggð, hvort sem kirkjan sjálf var úr torfi eða timbri.
Þó munu þessi hús hafa verið fátíðari á torfkirkjum.

Kirkjur hafa, að þvi er virðist, optar verið
kór-lausar en forkirkju. Sem dæmi skal nefna kirkjuna í
Bræðratungu, sem nefnd er í sambandi við viðureign
Andréssona og Gizzurar jarls1). Á þeirri kirkju var
for-kirkja, en enginn kór, heldur torfgafl að austanverðu.
Eins er um kirkjurústina á Hraunþúfuklaustri2). Þar
mótar fyrir grundvelli forkirkju vestur af byggingunni,
en að austan er engin útbygging, heldur er kórinn með
vegg markaður austan af framkirkjunni. Þetta er alls
ekki dæmalaust annars staðar, t. d. sést á hinni
ófull-gjörðu rúst dómkirkjunnar i Kirkjubæ i Færeyjum,
að henni hefur verið ætlað að vera með forkirkju, en
kórlauss).

Um kórinn verður að ætla, að hann hafi haft það
til að vera bæði hvelfdur og með apsis, þó optast væri
hann með flötum gafli. Má ráða það bæði af því, sem
kunnugt er um Hóladómkirkju og vikið verður að i
næsta katla, og eins af ummælum Björns á Skarðsá
um klausturkirkjuna á Reynistað i annálum hans við
1640; þar segir: »Þá tók upp og brottnaði alt i sundur
það litla hvolfda trévirkishús fyrir Reynistaðarkirkju,
sem verið hafði sancta sanctorum4) þeirrar miklu
tré-kirkju, sem forðum var á Reynistað og Jón Jónsson
lögmaður hafði látið ofan taka þá nær fyrir 70 árum,
er hann hélt Reynistaðarklaustur«6). í Lagagriplu síra
Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka segir svo:
»Sanc-tuarium4) hefur sumstaðar verið innar af kórnum með

1) Sturl. II, 315. 2) Bruun Affolkede Bygder bls. 25 og tafla
XII, er þeirri bók fylgir. 3) Aarsb. 1906 bls. 204. 4) = apsis
Omrids bls. 48. Af orðatiltækjunum «hvolfda hús« og »hvelfing«
verður að gjöra ráö fyrir, að hvelfing i vorri merkingu
orðs-ins liafl verið byggð undir rjáfrið i sumum kirkjum, og kór
þeirra þvi verið með Iokuðum þakstól, og þá sennilega
kirkj-urnar allar. 5) A. B. II, 248.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0550.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free