- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
155

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

155

hvelfing uppi yfir altarinu, hvar presturinn hefur
all-eina staðið í, en núer víðast aflagt« 2). Kemur þessi
lýsing heim við lýsinguna hjá Birni á Skarðsá, og er
bersýnilega hjá báðum átt við apsis. Hvernig þessari
apsis hefur að öðru leyti verið varið, verður ekki sagt
með neinum rökum, og ekki séð, hvort heldur hún
hafi verið litið hús, bygt út úr kórnum og mjórri enn
hann, eða hún hafi einungis lýst sér í þvi, að
austur-gafl kirkjunnar væri sveigður. En nærri virðist liggja
að halda, að hið síðara hafi átt sér stað á torfkirkjum,
svo hlaut gaflinn á þeim að vera mjór. Annars getur
apsis varla hafa verið á elztu kirkjunum hér eða fyrstu
kristnu öldina, því á kirkjum með engilsaxnesku sniði
þektust þær ekki3). En Brown, sem er lærður maður
á þessi mál, telur að engilsaxneskt snið komi ekki fyrir
eptir 1066 að Vilhjálmur Bastarður kemur til Englands4).

Hér verður að geta þess, að orðatiltæki í máldaga
Kirkjubæjarklausturs frá 1397 leiðir athyglina að
kór-byggingarlagi, sem að vísu kemur fyrir í öðrum
lönd-uui, en er þó tiltölulega fátitt þar. í máldaganum segir:
»Söngbækur tvennar i hvern kór per anni circulum«5).
Uti í löndum, sérstaklega á Þýzkalandi6), eru til
kirkj-ur, sem ekki er gengið i að vestanverðu, eins og venja
er til, heldur er i þeim enda kirkjunnar kór með apsis,
stundum jafnstór og samstæður (congruent) við
aðal-kórinn austanmegin. Er þessi kór optast að innan með
sama fyrirkomulagi og austurkórinn, og er hann nefndur
vesturkór. Má til dæmis um kirkjur með bæði
austur-°g vesturkór nefna kirkjuna i Gernrode7),
klaustur-kirkjuna i Laach8), kirkjuna i Mittelzel i Reichenau
(eyjunni auðgu)9), dómkirkjuna i Worms10),
Mikaels-kirkj una11) og Guðharðskirkjuna i Hildesheim12), Se-

1) Þ. e. siðari part 18. aldar. 2) Æ. J. P. I, 200. 3) Omrids

bls. 49. 4) Arts II, 288. 5) D. I. IV, 238. 6) Omrids bls. 50.
Ar’s II, 53 ff. Ferguson II, 344. 7) Ferguson II, 221. 8) Ibid. II,
235. 9) Ibid. II, 2Í7. 10) Kugler II, 455. Ferguson II, 227. 11)
Kugler II, 371, sbr. 239. Ferguson II, 227. 12) Kugler II, 393.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0551.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free