- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
199

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

’ í HJALTADAL

199

álna, en hæð framkirkjunnar hálf þriðja alin og tuttugu,
og tveir þverfingur betur« Eptir þessu voru því málin:

1) Framkirkjan 2) 50 álna löng, en 19 álna breið.

2) Framkirkjan 35 álna breið séu stúkurnar mældar
með.

3) Stúkurnar (sem voru bæði suður og norður af
kirkjunni) 8 álnir á dýpt (s-l|:ll).

4) Kórinn 17 álnir að lengd.

5) Stöpullinn 17 álnir að lengd og 17 álnir að breidd.

6) Vegghæð kirkjunnar 23V2 alin og 2 þumlungar.
En alt er þetta íslenzkt mál3). Það veldur engum
vand-ræðum að draga upp framkirkjuna, ferhyrning 50 X 19
álnir, né heldur að koma niður stöplinum norðan við
hana — ferhyrning 17 X 17 álna. Um kórinn er það
aðeins tekið fram, að hann hafi verið 17 álnir að lengd,
en það virðist svo ofur sennilegt, að hann samræmisins
vegna hafi verið eins breiður, og að jafnvel í málinu á
eptir orðunum »en kórinn 17 álna« hafi átt að standa
»og svo breiður«, en það fallið úr í afskriptinni, og
hefur hann því á uppdrættinum (Tafla II) verið hafður
svo. Yfir höfuð sýndist talan 17 vera, ef svo mætti segja,
grundvallartalan i kirkjunni. Stöpull og kór hvert um
sig 17 X 17 álnir, framkirkjan 50 álnir að lengd, eða hér
Um bil 3 X 17 (sem er 51), og stúkurnar 8 álnir að
lengd, sem er tæplega V. Það er og auðséð að
jafn-hliða ferhyrningur (kvaðrat) er hin berandi mynd i
^irkjunni. Stöpullinn er jafnhliða ferhyrningur, kórinn
sania og framkirkjan er 3 jafnhliða ferhyrningar hver
við endann á öðrum. Það er þvi bersýnilegt, að eigi að
reyna að gjöra sér nokkra hugmynd um hvernig kirkjan
leit út, verður að hafa þetta hugfast. Nú kann einhver
að segja, að sá Ijóður sé á þessu, að það sé alt saman
ekki nema »hér um bil« og »tæplega« o. s. frv. Þetta
er vitaskuld rétt, en þar til er því að svara, að þetta

1) D. 1. V, 358. 2) Kirkja þýðir á þessum stað aðeins
fram-k’rkjan sbr. bls. 135-6. 3i Um islenzka alin sjá A. í. F. F.
1910 bls. 1—27.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0595.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free