- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
200

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

200

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

safn v

er svona um alt. Mennirnir eru í daglegu tali taldir vera
eins bæði vinstra og hægra megin, en þó er langt frá
þvi að svo sé. Hlutir, sem venjulegast eru taldir beinir,
óhornskakkir, reynast alls ekki vera það þegar á herðir.
T. d. eru kórarnir á dómkirkjunni i Þrándheimi,
Péturs-kirkjunni i Málmey, og þó sérstaklega á Sebalduskirkjunni
i Nlirnberg ramskakkir, þó ekki verði það séð með
berum augum. Svo eru mælitæki — jafnvel hin beztu
— ófullkomin, að ómögulegt er að byggja neilt hús
hárrétt eplir ákveðnu máii, né heldur hægt að mæla
það alveg rétt upp eptir á. Má sjá það á því, livað
málum þeim, sem gjörð hafa verið á hinni núverandi
Hólakirkju, ber mikið á milii1), en þær mælingar eru
að visu allar gjörðar af leikmönnum á þvi sviði. En
þó höfð séu beztu tæki, fer á sömu leið. T. d. sögðu af
tveim trigonometriskum mælingum, sem gerðar voru
á turni dómkirkjunnar i Freiburg i Breisgau, önnur
hann 111,92 m. á hæð, hin 113,10 m., og af tveim
stangarmælingum sagði önnur hann vera 115,65 m., en hin
115,84 m. á hæð 2), en Kugler segir hann vera 120,83 m.
(385 Binarfet). Þetta mál dómkirkjunnar, sem óefað er
fengið með þvi að mæla hana upp, en ekki er málið
sem unnið skyldi eptir, er þvi nægilega nákvæmt til að
sanna þetta mál mitt, og hefur eptir föngum verið farið
eptir þessu, er verið var að gjöra uppdráttinn (Tafla
II) af grunnfletinum, og kirkjunni sjálfri (Tafla III,
IV, V).

í máldögunum frá 1525 og 1550 eru taldar vera
þessar útbyggingar úr dómkirkjunni:
Stöpull,
skrúðhús,
Maríustúka,
Önnustúka,
Krossstúka,
kapella og
kór.

1) Sjá bls. 26 í pessu riti. 2) Olte I, 75.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0596.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free