- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
233

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

233

Það má skipta kirkjufötunum, eptir því til hvers þau
voru notuð, í tvo flokka, messuföt og önnur kirkjuföt.
Messuföt1) eða messuklæði2) eru opt nefnd og er það
samnefni, en þýðing orðsins nokkuð á reiki, þó að
öll-um jafnaði eigi við sömu hluti, nefnilega höfuðlín, serk,
linda, stólu, hökul og handlín, eða í stað hökuls súbtíl
eða dalmatiku. I islenzkum kirkjulögum var
nákvæm-lega tiltekið, hvaða föt skyldi hafa við messu, og skyldi
hver prestur eiga messuklæði innan fimm ára3), en
ella lúka 12 álnir4). I skriptaboði Þorláks biskups frá
1178 er sagt, að prestar skuli hafa þessi messuföt:
am-ettu og messuserk, stólu, hökul og handlín5); öll þessi
föt ber því að skilja undir orðunum messuföt eða
niessuklæði. Eptirtakanlegt er það, að lindi er hér ekki
nefndur á nafn, en síðar í sama skjali er sagt, að syngja
skuli messu, þótt altarisdúkur sé óvigður eða lindi, og
er þvi auðséð, að lindi er talinn með messufötum, þó
gleymst hafi á fyrri staðnum. 1 skriptaboði Jóns
Hall-dórssonar frá 1326 eru þessi ákvæði tekin upp orði til
orðs eins6), eins og líka skriptaboð þetta tekur upp
alt skriptaboð Þorláks og skeytir við það 7). Yfir höfuð
hafa menn í þá daga haft það fyrir sið, að setja öll
ofangreind föt saman sem eina heild, og skoða hin
ein-stöku föt sem brot — brot úr messufötum, á sama hátt
eins og nú á dögum handlin, stóla og hökull eru
skoð-uð sem heild, eða jafnvel hökull, dalmatikur tvær,
kór-kápa, þrjú handlin og tvær stólur, og gjörir sú skipting
vart við sig hér á landi undir siðaskiptin. Það er því
talað um messuklæði að öllu 8), messuföt að öllu9), og
um messuklæði og hökul umfram10) eða messuklæði

1) T. d. D. I. II, 120. 2) T. d. D. I. I, 252. 3) D. I. II, 791
sbr. III, 129. 4) D. I. III, 129. 5) D. I. I, 243. 6) D. I. II, 599.

Það er enginn vafi á þvi, að B-textinn (D. I. II, 604) af
skripta-boðinu er rangur, er hann segir, að syngja skuli messu, pótt
vanti altarisdúk eða linda eða handlín; petta ber vafalaust að
skilja svo, að syngja megi, pó pessir hlutir sé óvigðir sbr. D. /.

243. 8) T. d. D. I. II, 786. 9) T. d. D. I. II, 469. 10) D. 1.
II, 425.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0629.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free