- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
234

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

234

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

þrenn, öll slitin, vantar eitt höfuðlín1), eða stóla laus2)
o. s. frv., og sýnir það alt berlega, að messufötin eru
afmörkuð heild, en hin einstöku föt aðeins skoðuð sem
brot úr þeirri heild. En í orðinu messuföt og
messu-klæði var til bæði þrengri merking og víðari. Þrengri,
þegar það var aðeins látið ná til höfuðlíns, serks, linda,
stólu og handlins, en hökullinn ekld talinn með. Nefnd
eru messuföt ein með höklis), fustans-hökull hvítur
með messuklæðum4), fjórir pellshöklar með
messu-klæðum5), sjö guðvefjarböklar með öllum
messuföt-um og fimm aðrir og þau messuföt með6) o. s. frv.
Víðari, þegar það virðist vera látið ná einnig til
altaris-blæja og allra þeirra dúka, er samkvæmt áðurnefndum
skriptaboðum þurfti til messu, t. d. messuklæði með
búnum blæjum (þ. e. altarisblæjum) 7), messuklæði að
öllu utan dúks), messuklæði hin beztu með
pellshökl-um, fordúkum og hlöðum9) o. s. frv. Allviða eru í
máldögum nefnd messuföt, en engin altarisklæði10), og
verður þá að álykta, að þau séu fólgin í messufötunum.
Þessar tvær síðustu merkingar eru þó mikið fágætari,
en sú er fyrst gat um, er sú hin algenga. Gerður er, en
allsjaldan, greinarmunur á prestsmessufötum") og
djáknamessufötum12) eða djáknaklæðum18), og er með
því átt við föt á bæði djákna og subdjákna, því getið
er um djáknaklæði utan dalmatika u). Verðmæti
messu-klæða er stundum nefnt. Tveggja marka messuklæðilB),
messuföt hundraðsverð16), hálfs annars hundraðs17)»
fyrir tvö hundruð1S) o. s. frv., en dýrustu messuföt
munu hafa verið um fjögur hundruð, »átta hundruð
messuklæði tvenn hin beztu«19), og með þvi sýnist
há-markinu mikið til vera náð, en menn athugi verðið í

1) D. I. III, 534. 2) D. I. II, 450. 3) D. I. II, 261. 4) D. L

II, 636. 5) D. I. IV, 177. 6) D. I. II, 116. 7) D. I. II, 786, III,
554. 8) D. I. III, 536. 9) D. I. IV, 124. 10) T. d. D. I. II, 459,
465 og viðar. 11) T. d. D. I. II, 83. 12) T. d. D. I. II, 359. 13) D.
I. II, 670. 14) Ibid. 15) D. I. II, 439. 16) D. I. III, 78. 17) D. I.

III, 110. 18) D. I. II, 636. 19) D. I. II, 775.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0630.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free