- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
253

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

253

að sýndist sem þær væru ofnar i1). Gæti verið að átt
væri við þetta, eða við brocade með gullívafi.
Skarm-andi hefur verið lagt út skínandi, af því að menn hafa ef
til vill sett það í samband við franska orðið charmant2).

Sæi er ekki dregið af franska orðinu soie, eins og
®tla mætti, heldur af latneska orðinu sagun, sagium
eða sagia, og var það vandaður ullarvefnaður8).

Yefur er sama og guðvefur.

Yiljaklæði er komið af velum á latinu, sem verður
voile á frönsku. Hvort það hefur verið samskonar efni
°g það sem nú er kallað voile, er ekki gott að vita, en
hafi svo verið, sem vel mætti halda af nafninu, þá hlýtur
það, úr þvi það var notað t. d. í kórkápur, að hafa
verið miklu svörgulslegra, því voile er nú afarfingerður
°g gisinn ullar- eða bómullarvefnaður, og að gerðinni
til eins og taftsilki.

Um skreytingu yfirklæðanna skiftir nokkuð i tvö
horn. Fyrir árið 1000 er hún svo að segja engin, en
eptir það færist hún í vöxt og helzt enn, en hefur þó
aldrei verið fegurri en á árabilinu 1250—1450. Það litið,
Sem til er héðan af landi, er þvi alt frá bezta timanum.
Aðalskreyting var fólgin i útsaum. Allar miðaldirnar
valdist litið annað til að sauma en myndir af heilögum
^önnum og atburðir úr lifi þeirra, eða myndir af
guð-^óminum og atburðum er hann snerta. Svo var og hér
a landi. Höklarnir frá Þingeyrum4), Hitardal6),
Vatns-firði 6), Reykjavik7) Sauðlauksdaís) og Hóladómkirkju9)

1) Svo eru t. d. höklarnir nr. 3039, 3460, 4501 í Pjóðminja-

safninu t Reykjavík. 2) Skýringar peirra Kahle (í Arkiv för
nor-<!isk Filologi 20, 241—2) og Gebhardts (ibidem 25, 84-89) eru

^ver annari fráleitari. Sérstaklega er röksemdaleiöslan hjá
Geb-hardt veik. 3) Sjá Á. í. F. F. 1911 42—3 ritgjörö Matth. Þórðar-

sonar: »Biskupskápan gamla«. 4) Pjóðminjasafn íslands Nr. 1719.

5) Þjóðminjasafn íslands Nr. 3039. 6) Pjóðminjasafn íslands

Nr. 3326. 7) Pjóðminjasafn íslands Nr. 5593. Krossinn er að

sögn hr. Matth. pjóðminjavarðar Pórðarsonar hlöð af kórkápu.

8) t’jóðminjasafn ístands Nr. 2585. Aðeins krossinn af honum og

framborðinn eru til. 9) Þjóðminjasafn Dana Nr. 16045.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0649.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free