- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
254

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

254

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

eru allir með dýrlingamyndum, en hökullinn frá
Þöngla-bakka með krossi og Kristi á, en kórkápan frá
Hólum2) er með mynd af efsta degi á bakskildinum,
en dýrlinga á boðöngum, og Reykhólahökullinn3), sem
reyndar er sniðinn upp úr kórkápu, er með mjög
skrítna og barnslega fallega lazursaumaða mynd af
Niku-lási á sjóferð — liggur maður sjóveikur í stafni. Aptur
á móti er rósaverk og annað útflúr fátitt, sem nú er
algengast. Pó er krossinn — fyr kórkápuboðangarnir —■
á Reykhólahöklinum og biskupsmitrið frá Skálholti4)
saumað með blómum, og hökulkrossinn frá Saurbæ á
Kjalarnesi5) er saumaður með fingalknum og tunglum
og vafalaust austurlenzkur — heiðið stykki. Fram á 13.
öld var mestmegnis saumað með hreinum gullþræði6)*
ekki eins og nú gullþræði, sem vafið er utan um
silki-sál, heldur sálarlausum gullvir laðardregnum, sem var
eins og jólaglys það, sem kallað er nú englahár; var
hann ekki eins og nú er saumaður niður á efnið
(bal-dýring), heldur dreginn i gegnum það, og hlýtur þvi
að hafa verið saumað á grind (ramma), og síðan hefur
verið dregið yfir heitt gler eða eitthvað því um líkt,
svo að ekki gúlpaði. Með þeim hætti er saumurinn á
hökulkrossinum frá Saurbæ, stólunni og handlininu frá
Hólum7) og höfuðlins-búningnum frá sömu kirkju8).
Þegar fram á 13. öld kemur, er farið að sauma með
silki9), fyrst framan af með flatsaum, en siðan með
hásaum, það er að segja, sumpart var lagt vax eða bör
undir þræðina eða heilar pjötlur voru saumaðar niður
á efnið, eptir þvi sem þurfti, svo myndin hækkaði; var
sá saumur nefndur applikationssaumur, og er hann á
öllum fötum þeim, sem hér hafa verið nefnd, og ekki
eru gullsaumuð. Svonefndur lasursaumur (Arras-saum-

1) Pjóðminjasafn íslands Nr. 277. 2) Þjóðminjasafn íslands

Nr. 4401. 3) Pjóðminjasafn íslands Nr. 2458. 4) Þjóðminjasafn

Dana Nr. 909. 5) Pjóðminjasafn íslands Nr. 699 og 2539-

6) Nefnt er korporale með húsi gullsaumuðu D. I. IV, 139.

7) Pjóðminjasafn íslands Nr. 6028 a—e. 8) Pjóðminjasafn íslands

Nr. 2808 b. 9) Nefnt korporalishús silkisaumað D. I. IV. 99.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0650.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free