- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
282

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

282

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

1.) Fingurgull báru biskupar svo að segja frá
önd-verðu, bæði til skarts og svo sem i virðingarskyni. Talið
er að Pétur postuli hafi fyrstur borið hring, hvað sem
hæft er í því, en fyrir bragðið er páfahringurinn enn
nefndur fiskarans hringur (annulus piscatorius), og er
hann opt i bréfum, er Island snerta, nefndur svo
Hvenær alment hefur orðið að allir biskupar bæru
hringinn er erfitt að segja, en vafalaust hefur það verið
fyrir árið 1000; decretalia gjöra ráð fyrir þvi1), og i
leiði Absalons erkibiskups, sem dó 1201, fanst, þegar það
var opnað 1827, hringur. Páll biskup þá af Póri
erki-biskupi »fingurgull dyrlegt« og af Nikulási Oslóarbiskupi
annað, »er vó 2 aura og steinn i virðulegur«8). Jón
biskup Ögmundsson var grafinn með fingurgulli, og
sést á sögunni að hann hafi þegið það i vigslunni, eins
og biskupar gjöra enn, þvi svo segir sagan: »»Leitið nú
eptir vandlega, hvort hann hafi þá hluti alla i skrúðinu,
sem hæfa og tilheyra hans vígslu«. Pá var um leitað og
rannsakaðist svo til, að þeir höfðu eigi dregið á hönd
hinum heilaga Jóni biskupi fingurgull hans«4). Fyrir
þvi var og fingurgullið nefnt vigslugull5). Óhætt virðist
þvi að gjöra ráð fyrir þvi, að fingurgull hafi tilheyrt
biskupsskrúða áður en kristni hófst hér í landi. Nefnt
er hér vígslugull með helgum dómum Jóns biskups i,
og var slíkt algengt; átti það Laurentius biskup og gaf á
banabeði sira Agli Eyjólfssyni, er varð biskup eptir hann6).
Var þetta talið dæmi forspektar og visbending um hvern
kjósa skyldi. Kom þetta oþtar fyrir. Porlákur biskup
gaf Páli biskupi fingurgull sitt »og var það forspá hans
tignar, þvi að hann varð biskup eptir hann«7). Gullið
báru biskupar ýmist á græðifingri, t. d. á
Möðruvalla-tabúlunni, eða vísifingri, t. d. á Ólafsmyndinni frá Vatns-

1) T. d. D. I. VIII, 480. Var hringurinn notaður til að
inn-sigla með páfabréf þau, er breve eru nefnd (þar af orðið bréf).

2) Decretalia caput 15, liber 3, titulus 1. Þau urðu að lögum

1234. 3) B. S. I, 143. 4) B. S. I, 177 sbr. 251. 5) /. A. 269, 397.

6) B. S. I, 877 sbr. annála. 7) Ibid. bls. 110, 296.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0678.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free