- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
288

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

288

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

af grjótaltari þvi, sem Auðun biskup lét gjöra *), og sem
minst hefur verið á, svoleiðis, að það er auðséð á
henni, að það hefur þótt fádæmalegt, að hafa það úr
þvi efni, en fyrir utan stein getur ekki verið öðru efni
til að dreifa en tré. Þar sem segir i skipan Eilifs og
Jóns: »En ef á altari kemur eður öðrum stað, eður
stein, þá skal prestur þann dropa sem gjörst má
með tungu sinni af sleikja, og skafa síðan eptir,
eður úr telgja, og brenna spónuna«2), er
auðsjáan-lega aðallega átt við ölturu úr tré. Ekki hafa
ölt-uru að jafnaði sjálf verið með neinni prýði, voru
aðeins ferstrendir stallar skrautlausir. Biskupasögurnar
og annálarnir eru óþreytandi í því að geta þess, hverja
prýðingu kirkjuhöfðingjarnir veittu dómkirkjum sínum,
og er auðséð á öllu, að þeir segja heldur vel en vart,
en ekki er þess getið með einu orði, að neitt hafi verið
annað vel um altari Auðunar en það eitt, að það var
úr grjóti. Þegar Lögmannsannáll getur um það, að Árni
III. Skálholtsbiskup hafi 1417 látið »smíða 4 altare i
Skálholtskirkju umfram þau er áður voru«8), minnist
hann ekki einu orði á prýði þeirra, sem við hefði mátt
búast, hefði hún verið nokkur, og þegar síra
Stein-móður leggur Grenjaðarstaðarkirkju til »altari tvö með
búnaði«4), á máldaginn engin góð orð um prýðing
þeirra. Þegar Sigurður kórsbróðir Jónsson er að
af-henda Hólastað eptir föður sinn biskup Jón VI. látinn
1550, er ekki hægt að liggja honum á hálsi fyrir það,
að hann lýsi ekki smásmuglega ágæti þeirra hluta, er
biskup Jón hafði lagt til, en um altarið, sem hann gaf,
hefur hann ekkert að segja nema: »Ein forgylt brik á
miðju kirkjugólfi með altari og öllum sínum búningi«.
Skrautleysi altaranna sjálfra er i raun og veru af þessu
fullsannað, en hitt herðir þó á því, hvað máldagar opt
nefna marga hluti, sem ætlaðir voru til að hylja
eðlis-nekt^ þeirra á einmitt þeim stöðum, þar sem eðlilegast

1) B. SI, 830. 2) D. I. II, 561-2. 3) I. A. 292. 4) D. L

III, 582.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0684.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free