- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
289

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

289

hefði verið að skreyta ölturun sjálf, og sem óþarfir
hefðu verið, ef þau hefðu sjálf verið með einhverri
prýði, t. d. framhliðin (frons) o. s. frv. En eitt er
ber-sýnilegt af lýsingunni á Auðunaraltari, sem sé að
ölt-urun hafa þá, eins og enn í dag er siður hér á landi,
verið skápur undir það, sem kirkjan átti, og er sá siður
vafalaust jafngamall kristni hér á landi *). Um
Auðunar-altarið segir, að það hafi verið »holt innan og fyrir
járnhurð, svo að þar má i geyma dýrgripi staðarins,
svo að ekki sakaði fyrir eldi og öðrum hlutum«2), og
því virðist með öllu útilokað að ölturun hafi verið
borð i venjulegum skilningi, eins og stundum bar við
annarstaðar. Árni Magnússon nefnir hvolfið i sambandi
við komu sina á Hóla, og hafði þá myndast sú
þjóð-saga, að það hefði verið haft fyrir fangelsi, Og var það
þá kallað »kárína« að þvi er Árni segir3). Nú kveða
kirkjulögin þegar hjá Gregoríusi4) svo á, að ekki megi
syngja messu nema við altari, er sé úr steini og með
heilli steinplötu áfastri að ofan6) (altare fixum), eða að
minsta kosti væri laus steinn (gestatorium, viaticum) á
altarinu6), og átti i altarinu eða steininum að vera
helgir dómar7); átti hvorttveggja að vera vigt vigslu
þeirri, sem consecratio er nefnd, en vigsla sú, er
bene-dictio nefndist, nægði ekki8). Sömu skipanir allar
finn-ast i skriptaboði Þorláks biskups 1178. Þar segir að
prestur skuli hafa vigðan altarisstein fastan eða lausan9).
Ur þvi að tréölturun voru hið algengasta hér á landi,

1) 1525 voru geymdar í háaltari á Pingeyrum »margar
latinubækur góöar og illar«. D. I. IX, 313. 2) L. c. Slíkir »eld-

fastir« skápar eru viða i fornum ölturum erlendis, en ekki kann
sá er þetta ritar neina tilvitnun i rit þvi til sönnunar, en séö
hefur hann það víða t. d. í Struxdorf, Thumbye, Uelsbye o. v. í
hinu forna biskupsdæmi Slésvik. 3) D. I. III, 607. 4) Sjá um
hann undir «bækur Hólakirkju« 5) Liber decretalium Caput 1,

3, liber III, titulus 40. Vitanlega er venjan miklu eldri. 6) Ibid.

Caput 12, liber IV og V titulus 7. 7) Decretum Gratiani Pars III

de consecratione canon 26, distinctio 1. (Um þetta rit sjá »Bæk-

ur Hólakirkju«.) 8) lbid. canon 30, 32 distinctio 1. Um vigsluaö-

ferðir þessar sjá »Bækur Hólakirkju«. 9) D. 1. I, 243.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0685.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free