- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
329

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

329

þau með prýðilegum saum eða vefnaði. Hér á landi
eru i máldögum nefnd fimm veggtjöld: refill, jjald.
brún, borði og bj(k. Það er óefað, að siðurinn að tjalda
kirkjur er hér á landi að uppruna veraldlegur, en hitt
er óvist, hvort hér sé upprunalegra að tjalda veggi og
hafa á þeim refla, eins og opt er getið i islenzkum
sög-um, eða þá að marka »ágætlegar sögur á þiliviðinum og
svo á ræfrinu«’). Yist er og, að algengt var frá fyrstu
kristni að tjalda kirkjurnar. Kringum 1200 skrýðir
Einar djákn Hólakirkju á móti messudeginum4), og
1199 gjörist ein af jarteinum hins blessaða Þorláks
biskups með þeim ummerkjum, að »menn voru að
tjalda kirkju á einhverjum bæ, en þeir tjölduðu
söng-húsið«s) o. s. frv. Af þessu sést bæði að siðurinn er
gamall, en fyrst eru tjöld nefnd 11204), og eins hitt, að
tjöldin voru hátíðaföt kirknanna, en ekki hversdags.

a.) Refillinn sýnist hafa verið nokkurskonar
á-auki ofan við tjöldin. I Björgynjarkálfskinnu segir: «tveir
hlutir af kornum tjaldaðir með reflum fornum með
undirtjöldum«5), svo og í jarðabók Ásláks Bolts: »Jtem
þrja refla, item tvo duka.til undirtielld«6), og enn segja
norskar heimildir: »reflar med undirtjöld«7), og svo
segir Pétursmáldagi: »reflar um alla kirkju og engin
tjöld undir«8). Það er þarna auðséð, að refillinn er
sér-stakur dúkur viðlaus tjöldum, en þó áauki við þau,
ofan við þau á veggnum. Einhverstaðar hef ég heyrt
eða lesið, en veit ekkert hvar, að Auðun biskup hafi
fyrstur haft hingað refla, og er það vitanlega eins og
hver önnur þjóðsaga, þó ekki sé af öðru en því, að
svo skritilega vill til, að refill er nefndur fyrst i
kirkju-máldaga sunnan af landi sama ár og Auðun tók
bisk-upsdóm 13139). En hitt er gefið, að reflar eru útlendir
að uppruna og er einn refill heimsfrægur, refillinn i

1) Laxd. 98—99. Slíkar pi]jur frá Möörufelli í Pjóöminjas.
voru nr. 6069 a—e og 7015 a—h. A. í. F. F. 1916, 26-30. 2) B. S.

I, 179. 3) Ibid 340. 4) D. I. I, 174. 5) Bls. 83. 6) Aslak Bolts
Joidebog, Oslo 1852, bls. 113. 7) D. N. II, 41. 8) D. I. III, 521,
sbr. V, 291. 9) D. 1. II, 378.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0725.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free