- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
330

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

330

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

ráðhúsinu í Bayeux á Frakklandi; er á honum sýnd
herferð Vilhjálms bastarðar til Englands. Sænskir reflar
veraldlegir eru til og heita á þvi máli bonad1). Hér
á landi hafa reflar óefað bæði utan kirkju og innan
verið með myndum; nefndur er Martinusrefill á
Grenj-aðarstöðum2), er það að visu tæplega kirkjureflll8), en
hefur þó á hann verið mörkuð æfi hins blessaða
Mar-teins, er Grenjaðarstaðakirkja var helguð, og voru
slíkir sagnareflar ekki með öllu fásénir. 1406 vottar
Logi Stigsson officialis, að Steinmóður prestur
Þor-steinsson hafi meðal annars gefið Hóladómkirkju refil,
»sem á er Nikulássaga«4), en ekki sést hvort átt er við
kirkjurefil. Hvammskirkja í Laxárdal á aptur á móti
sýni-lega kirkjurelil, 24 álna; á hann er mörkuð
Karlamagn-ússaga5). Hvað hátt refillinn hefur hangið á vegg hefur
farið eptir hæð tjaldsins. Hvað breiður refillinn hefur
verið til uppjafnaðar, er ómögulegt að segja, og reflar
þeir, er þjóðminjasafn vort á, eru allir rekkjureflar frá
því eptir siðaskiptin og skipta því hér engu máli, þó
auðséð sé, að verið sé í gerð þeirra að stæla forna refla
»með heiðið stykki«6). Bayeux-refillinn, sá er nefndur
var, er nákvæmlega 50 cm á hæð. Lengd refla er viða
nefnd, 8 álnir7), 9 álnir8), 12 álnir9), 17 álnir10) og alla
leið upp í 52 álnir varmæltar11), alt íslenzkt mál, og
að þvi er til verðmætisins kemur, er nefnt »hálft fjórða
hundrað i reflum«’2). Að hve miklu leyti þeir hafi að
jafnaði náð um kirkjuna, má sjá af orðatiltækjum, svo
sem »refill utar um kirkju«18), »refill i sönghúsi«14),
»um þvert yfir altark15) og »um bjór i sönghúsi«16).
Frágangur refla er þrívegis nefndur utan Hólamáldag-

1) Hildebrand 76. 2) D. I. III, 711. 3) Skjalið er afhending á

veraldlegu góssi staðarins; hann er talinn innan um stofubúnað.

4) D. I. III, 710. 5) D. I. III, 174. 6) Sbr. Þjóðminjas. 64—5. 7) D. I. II.

378. 8) D. I. II, 440. 9) D. I. II, 786. 10) D. /. II, 476. 11) D. /•

III, 482. Wallem 27 heldur að »varmæltur« sé efnið í reflinum.

Hann virðist ekki vera stálsleginn i miðíslenzku, sem hann, guð

veit hvers vegna, altaf kallar »oldnorsk«. 12) D. /. II,

13) D. I. II, 463. 14) Ibid. 15) D. /. IV, 67. 16) D. 1. IV, 164.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0726.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free