- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
349

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

349

próföstum sínum, sem aptur tóku krismuna á
biskups-stólnum1). Geyma skyldu prestar oliurnar vandlega og
hreinlega i læstri hirðslu, nákvæmlega eins og
altaris-sakramentið, og lá við afsetning, ef út af brás). Þegar
prestar hér á landi oleuðu, notuðu þeir til þess
odd-mjóa spýtu, sem þeir vættu í oliunni; annarstaðar
not-uðu menn pensil eða þumalflngurinn, eins og nú er
algengast. Spýta þessi var nefnd krismaspýta, og var
ekki talið helgidagsbrot að tálga hana, jafnvel þó á
jóladag eða páskadag væri3). Sjúkraolian var notuð, er
veita skyldi sjúkum oleunarsakramentið (extrema unctio);
var með henni gjört krossmark á skilningarvitin fimm:
augu (sjón), eyru (heyrn), nef (þefjan), munn (smekk)
og hendur (tilfinning), svo og á lendar og fætur.
Leik-menn voru smurðir í lófann, prestar á handarbakið, —
þeir höfðu í prestvigslunni verið smurðir í lófann, og
ekki mátti tvísmyrja sama líkamshluta. — Voru siðan
bundnir dreglar um hina oleuðu staði, svo sem við
skírn og biskupan4). Með skirnaroliunni gjörði prestur
fyrir skirnina kross á bak og brjóst skírnarþega6), en
eptir skirnina smurði hann höfuð hans með krismu6)
og þurkaði siðan olíuna af. í biskupan smurði biskup
þann, er ferma skyldi, í kross með krismu; voru síðan
knýttir svo breiðir dreglar um höfuð þess, er fermdur
var, að krismakrossinn hyldist; lágu dreglarnir á í þrjár
nætur, og lá við skript, ef af féllu; siðan var leyst frá og
höfuðið þ vegið i lút og vörmu vatni, en dreglarnir brendir7).
Við prestvigslu smurði biskup hendur prestlingsins með
skirnarolíu (ekki krismu), og í biskupsvígslu smyr
vigslu-biskup höfuð vigsluþega með krismu. Með krismu
smurði og biskup i altarisvigslu altari í kross á 15
stöð-um, 5 þar sem helgur dómurinn var geymdur og 5 á
steininn, sem lokaði þeim stað, sinn í hverju horni og
einn í miðið, og svo aptur, er búið var að Ieggja hann

1) D. I. II, 800. 2) D. I. II, 518. 3) D. I. II, 800, 811. 4) B.

S. I, 111. Nú er sú tízka af, og er olian þurkuð af jafnharðan.

5) D. I. II, 516. 6) Ibid. 7) D. I. II, 50, sbr. Rristinrétt Árna

biskups kap. 21.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0745.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free