- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
352

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

352

DÓMKIRKJAN Á HÓLUM

SAFN V

eins mörg og greinileg. Nú segir i skipan Árna
erki-biskups, að ef skirt sé heimaskírn, skuli prestur, ef
hann sé á bænum, skíra frekar en aðrir1), og er þar
með gert hlaupvítt i þá eiginlegu heimaskírn;
prestur-inn er aðeins sóttur og svo skírir hann úr venjulegu
vatni, og þá lá auðvitað ekkert á að færa barnið til prests,
svo að hann gæfi því salt og oleaði það og krismaði2)
og skirði það varaskírn3). Mátti við slíka skirn nota
vatn, sjó og bræddan snjó, en ekki hráka4). Er
bersýni-legt, að þetta hefur opt komið fyrir, þvi annars myndi
ákvæðið ekki vera endurtekið jafnopt. En hrákaskírnin
er vafalaust sprottin af því, að fáfróður almúgi hefur
misskilið það, þegar prestur rauð hráka á nef og eyru
skírnþega5), eins og enn er gert. En vatn þetta skyldi
vígja og það leikmaður, ef ekki vildi betur til; er hann
vigði, skyldi hann svo mæla: »Eg vígi þig, vatn, i nafni
föður, og gjöra kross á vatninu með hendi sinni hinni
hægri, og sonar, og gjöra annan kross á vatninu, og
anda heilags, og gjöri hinn þriðja kross á vatninu;
hann skal bregða þumalfingri sínum i kross á vatninu
við hvert orð þeirra þriggja«6). Er þetta afarmerkilegt
atriði, þvi hvergi þekkist, að leikmenn hafi vígt vatn,
nema úr Grágás og svo í Noregi í Eiðsifaþingslögum.
Tvennskonar var skírnaraðferðin: að ausa vatni þrisvar
(baptizare insuper fundendo)7) og með þvi að dýfa
þrisvar i (mergendo), og var það formlega aðferðin.
I fyrsta upphafsstafnum i handritinu AM. 350 fol. er
ljómandi skemtileg og greinileg mynd af barnsskírn8)
og er barninu þar drepið alsnöktu i skírnarsáinn. Dýfa
skyldi barninu þrivegis i vatnið, fyrst á grúfu og siðan
sitt sinni á hvora hliðina9). Skírnarvatnið var geymt i
fonti10) — af latneska orðinu fons, uppspretta —; var
fonturinn mjaðmarhár stallur og i hann gróp, en þar í

1) D. I. II, 839 sbr. Grg. I, 4. 2) D. I. II, 30—31. 3) D. L

II, 516-17. 4) D. I. II, 798. 5) D. 1. II, 31. 6) Grg. I, 5-6, H,

4, III, 4. 7) N. G. L. V, 20. 8) Kristinréttur nýi, útg. Thorkelins

Kbh. 1777, hefur mynd af stafnum. 9) D. 1. II, 839. 10) T. d.

D. I. I, 417.

I

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0748.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free