- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
351

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

351

pitiatio sit tibi in vitam æternam®1), þ. e.: Meðtak salt
og veitist þér náð í eilífu lifi. Var skirnarsaltið haft í
sérstöku keri, sem ýmist var nefnt saltker2), saltkall8)
og salthömpull4). Hólastaður á að visu 1374 eitt saltker
lokað, en auðséð er á öllu, að þar er átt við veraldlegt
saltker. Tvær voru tegundir vatns, er nota mátti við
skírnir. Hið venjulega skirnarvatn, vigt á laugardag
fyrir páska6), var blandið salti, skirnaroliu og krisma
og var geymt i skirnarfonti 12 mánuði. Fyrir þvi var
ákveðið, að prestar skyldu hafa fonta sina hreina, þétta
og vel lokaða0), því skirnarvatnið stóð með þeim allan
ársins hring, en saltið og smyrslin vörnuðu þvi, að
vatnið fúlnaði. Nú var það, að ekki voru fontar á
öll-um kirkjum, en þar sem engir voru, skyldi ekki heldur
vigja skirnarvatn, og tóku vígslubréf kirkna til, hvort
þar skyldi font vigja7). Annarsvegar mátti hvergi börn
skíra »nema þar sem fontar voru til þess skipaðir«8);
hinsvegar skipuðu yngri islenzk kirkjulög svo fyrir, og
hefur það óefað ekki verið nýbreytni, að ekki mætti
halda barni óskirðu nauðsynjalaust lengur en fimm
nætur9). Var þvi brýn nauðsyn annaðhvort að koma
barninu til kirkju, þar sem fontur var, eða hitt, að skíra
barnið heima fyrir. Það gátu vitanlega verið mikil
vandkvæði á þvi að koma hvitvoðungi þriggja til
fjög-urra nátta að vetrarlagi og hvernig sem viðraði, ef
til vill yfir fjallveg, og jafnvel verðandi að trúa
ein-hverjum og einhverjum fyrir til kirkju, enda sýnir sagan
af Selkollu i Guðmundarsögu, að stundum gat ilt af
hlotist10). Nú sýna margendurtekin og nákvæm ákvæði,
bæði Grágásar, Ivristinréttar og biskupastatútna, að
afar-algengt hefur verið að skíra heimaskírn. Þó að tiltekið
væri reyndar, að ekki mætti gjöra slíkt nema i ýtrustu
neyð, hafa menn einhvern veginn haft lag á að smokka
sér inn undir heimildina; annars væru ákvæðin tæplega

1) Poníificale. 2) T. d. D. I. III, 581. 3) T. d. D. I. IV, 21.

4) D. I. IX, 317. 5) Sjá AM. 266, 4to. 6) D. /. II, 565. 7) D. I.

V, 493. 8) D. I. II, 756. 9) N. G. L. V, 20. 10) B. S. I, 664—5.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0747.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free