- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
52

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Heims-veldi.

Þú, sem um heims-mál og heims-veldi þreytir
Þinn hug, þú ferð villur ef á því þú herðir —
Hver lifandi framtið á lögmál, sem breytir,
Sem liðar i sundur, sein eykur og skerðir.

Ef einn yrði hirðir og ein yrði hjörðin
Er aldauð úr sögunni himinn og jörðin.

i9or,

Reimleikarnir.

Það var fyr i fornurn sið

— Fátt þó uppi hangi —
Skáldin okkar aðal-lið
Urðu i drauga-gangi.

Vigslur juku gauragang
Guðshúsin í kringum,
Ðraugar buðu bróður-fang
Bæ’n og kross-signingum.

Helguð jörð var hóti verst,
Hlaðin minnis-vörðum.
Akur fjandans allra bezt
()x i kirkjugörðum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0058.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free