- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
159

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Amerika.

— Pjóðminningar-dags minni —

Að minnast þín, fóstra, í ljóði er létt
Á ljómandi sumri við hlésælan skóginn,

Er hugrenning hver verður hl}ieg og slétt
og hrukkulaus, rétt eins og sléttan þín gróin.
Þvi þá er sem hjúfrist um hug og um völl
Hver heiðbjartur geisli frá sólríkum dögum,
og þá verður fortíð og framtiðin öll
að fallegum kvæðum og hljómþvðum lögum.

Þvi fólki er orðlétt um ágæti þitt,

Er átti þá feður, sem hugrakkir timdu
að ganga á liólm fyrir sjálfræði sitt,

Er sigurinn l)rást þeim, þeir átthagann rýmdu
Og lögðu upp í hafnleysu skaddaðri skeið,

Því skipbroti fremur en konungs-þján undu,
Og landfestar hafskips, og hjartans um leið,
Við hamrana íslenzku trúfastast bundu.

Og alt þetta frjálsræði, fóstra, er þitt,

Sem feðurnir þráðu og leituðu svona.

Þó sjá megi eyður í eitt eða hitt,

Og ónumin lönd þinna fegurstu’ vona.

Við unnum þér, treystum þér þrátt fyrir það
Og þrevjum af rólegir köldustu vetra,

Og spottandi vandlætið spyrjum við að:

Þú spekingur, segðu oss: hvar er það betra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free